Barist um Basra Guðjón Helgason skrifar 28. mars 2008 18:30 Liðsmaður í Mahdi her róttæka sjíaklerksins Moqtada al-Sadr búinn undir átökin í Basra. MYND/AP Baráttan um Basra - þriðju stærstu borg Íraks - hefur harnað á síðustu sólahringum. Forsætisráðherra Íraks er sagður hafa lagt allt í sölurnar svo rótæki sjíaklerkurin al-Sadr nái henni ekki á vald sitt. 150 hafa fallið í átökum síðustu daga og 350 særst. Basra er hafnarborg. Þar er mikið um viðskipti og verslun. Í næsta nágrenni eru flestar olíuhreinsunarstöðvar landsins. Í Basra er hægt að græða mikið fé og tækifærin mörg. Þeir sem ráða Basra hafa mikið að segja um framtíð Íraks. Írösk stjórnvöld ætla að gera allt til að koma í veg fyrir að borgin falli í hendur rótæka sjía klerksins Moqtada al-Sadr en liðsmenn í Mahdi-her hans hafa síðustu daga barist við íraska her- og lögreglumenn. Blóðug átök blossuðu upp í dag - fjórða daginn í röð. Bandaríkjamenn tóku beinan þátt í átökunum í fyrsta sinn í nótt þegar þeir gerðu loftárásir á Basra. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur framlengt um 10 daga frestinn sem hann gaf herskáum til að leggja niður vopn sín. Stjórnmálaskýrendur segja það annað hvort til marks um að hernaðurinn gangi verr en hann bjóst við eða þá að verið sé að semja bak við tjöldin. Hvort svo sem er ástæðan þá er al-Maliki sagður hafa lagt framtíð sína í stjórnmálum að veði með aðgerðunum í Basra. Fari allt í handaskol hröklist hann frá völdum og eins og mál standi nú sé alls óvíst að hann hafi sigur. Flugskeytum hefur verið skotið á græna svæðið í Bagdad síðustu daga - meðal annars í nótt og það þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í borginni næstu þrjá daga. Neyðarfundur var haldinn á íraska þinginu í dag en aðeins fimmtungur þingmanna gat setið hann - meirihlutinn komst ekki inn á græna svæðið vegna árása. Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Baráttan um Basra - þriðju stærstu borg Íraks - hefur harnað á síðustu sólahringum. Forsætisráðherra Íraks er sagður hafa lagt allt í sölurnar svo rótæki sjíaklerkurin al-Sadr nái henni ekki á vald sitt. 150 hafa fallið í átökum síðustu daga og 350 særst. Basra er hafnarborg. Þar er mikið um viðskipti og verslun. Í næsta nágrenni eru flestar olíuhreinsunarstöðvar landsins. Í Basra er hægt að græða mikið fé og tækifærin mörg. Þeir sem ráða Basra hafa mikið að segja um framtíð Íraks. Írösk stjórnvöld ætla að gera allt til að koma í veg fyrir að borgin falli í hendur rótæka sjía klerksins Moqtada al-Sadr en liðsmenn í Mahdi-her hans hafa síðustu daga barist við íraska her- og lögreglumenn. Blóðug átök blossuðu upp í dag - fjórða daginn í röð. Bandaríkjamenn tóku beinan þátt í átökunum í fyrsta sinn í nótt þegar þeir gerðu loftárásir á Basra. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur framlengt um 10 daga frestinn sem hann gaf herskáum til að leggja niður vopn sín. Stjórnmálaskýrendur segja það annað hvort til marks um að hernaðurinn gangi verr en hann bjóst við eða þá að verið sé að semja bak við tjöldin. Hvort svo sem er ástæðan þá er al-Maliki sagður hafa lagt framtíð sína í stjórnmálum að veði með aðgerðunum í Basra. Fari allt í handaskol hröklist hann frá völdum og eins og mál standi nú sé alls óvíst að hann hafi sigur. Flugskeytum hefur verið skotið á græna svæðið í Bagdad síðustu daga - meðal annars í nótt og það þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í borginni næstu þrjá daga. Neyðarfundur var haldinn á íraska þinginu í dag en aðeins fimmtungur þingmanna gat setið hann - meirihlutinn komst ekki inn á græna svæðið vegna árása.
Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira