Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag fyrir Brasilíu 30-27 í fyrsta leik sínum í Portúgal. Leikurinn var vináttulandsleikur milli þjóðanna og var ekki hluti af æfingarmótinu sem liðið tekur nú þátt í.
Staðan í hálfleik var 16-14 fyrir Brasilíu.
Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Dagný Skúladóttir 7, Sólveig Lára Kjærnested 5, Stella Sigurðardóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Rut Jónsdóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Í markinu varði Berglind Íris Hansdóttir 10 bolta og Íris Björk Símonardóttir 6.
Á morgun leikur liðið við Kína.
Af vefsíðu HSÍ