NBA í nótt: Detroit stöðvaði Phoenix 25. mars 2008 03:34 Shaquille O´Neal og Rasheed Wallace slógu á létta strengi í nótt NordcPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Detroit hafði verið í nokkrum vandræðum áður en liðið tók á móti Phoenix í nótt en náði að vinna sigur 110-105 sigur í framlengdum leik þrátt fyrir að vera án Richard Hamilton sem var meiddur. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix í leiknum en Chauncey Billups skoraði 9 af 32 stigum sínum í framlengingunni fyrir Detroit. Philadelphia hefur komið nokkuð á óvart að undanförnu og vann í nótt mjög óvæntan sigur á Boston á útivelli 95-90 með góðum endaspretti í fjórða leikhlutanum. Philadelphia náði 19-0 spretti í fjórða leikhlutanum og tryggði sér 18. sigur sinn í síðustu 23 leikjum. Andre Iguodala skoraði 28 stig fyrir gestina en Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Miami vann sjaldgæfan sigur þegar það lagði Milwaukee á heimavelli 78-73. Chris Quinn kom inn í byrjunarlið Miami í leiknum og setti persónulegt met með 24 stigum. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem Miami vinnur Milwaukee og er það eina liðið sem Miami hefur unnið oftar en einu sinni í vetur. Miami hefur aðeins unni 13 leiki allt tímabilið. New Jersey vann auðveldan útisigur á grönnum sínum í New York 106-91 en þetta var þó aðeins fyrsti sigur New Jersey í rimmum liðanna í vetur. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Jamal Crawford 26 fyrir New York. New Jersey hefur aðeins unnið 30 af 71 leikjum sínum í vetur en er samt hársbreidd frá því að ná inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Denver vann þriðja útisigur sinn í röð eftir sex útitöp í röð þar á undan þegar liðið lagði Memphis 120-106. JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 27 stig af bekknum en Rudy Gay skoraði 30 fyrir Memphis. Denver er í hörkubaráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Houston lagði Sacramento á heimavelli 108-100 og færði þjálfaranum Rick Adelman þar með 800. sigur sinn á ferlinum. Hann er aðeins 13. þjálfarinn í sögu NBA til að ná 800 sigrum á ferlinum. Rafer Alston skoraði 28 stig fyrir Houston í leiknum en Kevin Martin skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Seattle vann nokkuð óvæntan sigur Portland 97-84. Kevin Durant skoraði 23 stig fyrir Seattle en Martell Webster skoraði 22 stig fyrir Portland. Loks vann LA Lakers mikilvægan sigur á Golden State á útivelli í æsispennandi framlengdum leik 123-119. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Lamar Odom skoraði 23 stig og hirti 21 frákast. Baron Davis skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Golden State, Stephen Jackson skoraði 29 stig, Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Monta Ellis skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust og unnu þau sinn hvorn leikinn á útivelli. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Detroit hafði verið í nokkrum vandræðum áður en liðið tók á móti Phoenix í nótt en náði að vinna sigur 110-105 sigur í framlengdum leik þrátt fyrir að vera án Richard Hamilton sem var meiddur. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix í leiknum en Chauncey Billups skoraði 9 af 32 stigum sínum í framlengingunni fyrir Detroit. Philadelphia hefur komið nokkuð á óvart að undanförnu og vann í nótt mjög óvæntan sigur á Boston á útivelli 95-90 með góðum endaspretti í fjórða leikhlutanum. Philadelphia náði 19-0 spretti í fjórða leikhlutanum og tryggði sér 18. sigur sinn í síðustu 23 leikjum. Andre Iguodala skoraði 28 stig fyrir gestina en Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Miami vann sjaldgæfan sigur þegar það lagði Milwaukee á heimavelli 78-73. Chris Quinn kom inn í byrjunarlið Miami í leiknum og setti persónulegt met með 24 stigum. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem Miami vinnur Milwaukee og er það eina liðið sem Miami hefur unnið oftar en einu sinni í vetur. Miami hefur aðeins unni 13 leiki allt tímabilið. New Jersey vann auðveldan útisigur á grönnum sínum í New York 106-91 en þetta var þó aðeins fyrsti sigur New Jersey í rimmum liðanna í vetur. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Jamal Crawford 26 fyrir New York. New Jersey hefur aðeins unnið 30 af 71 leikjum sínum í vetur en er samt hársbreidd frá því að ná inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Denver vann þriðja útisigur sinn í röð eftir sex útitöp í röð þar á undan þegar liðið lagði Memphis 120-106. JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 27 stig af bekknum en Rudy Gay skoraði 30 fyrir Memphis. Denver er í hörkubaráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Houston lagði Sacramento á heimavelli 108-100 og færði þjálfaranum Rick Adelman þar með 800. sigur sinn á ferlinum. Hann er aðeins 13. þjálfarinn í sögu NBA til að ná 800 sigrum á ferlinum. Rafer Alston skoraði 28 stig fyrir Houston í leiknum en Kevin Martin skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Seattle vann nokkuð óvæntan sigur Portland 97-84. Kevin Durant skoraði 23 stig fyrir Seattle en Martell Webster skoraði 22 stig fyrir Portland. Loks vann LA Lakers mikilvægan sigur á Golden State á útivelli í æsispennandi framlengdum leik 123-119. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Lamar Odom skoraði 23 stig og hirti 21 frákast. Baron Davis skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Golden State, Stephen Jackson skoraði 29 stig, Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Monta Ellis skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust og unnu þau sinn hvorn leikinn á útivelli. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira