NBA í nótt: Detroit stöðvaði Phoenix 25. mars 2008 03:34 Shaquille O´Neal og Rasheed Wallace slógu á létta strengi í nótt NordcPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Detroit hafði verið í nokkrum vandræðum áður en liðið tók á móti Phoenix í nótt en náði að vinna sigur 110-105 sigur í framlengdum leik þrátt fyrir að vera án Richard Hamilton sem var meiddur. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix í leiknum en Chauncey Billups skoraði 9 af 32 stigum sínum í framlengingunni fyrir Detroit. Philadelphia hefur komið nokkuð á óvart að undanförnu og vann í nótt mjög óvæntan sigur á Boston á útivelli 95-90 með góðum endaspretti í fjórða leikhlutanum. Philadelphia náði 19-0 spretti í fjórða leikhlutanum og tryggði sér 18. sigur sinn í síðustu 23 leikjum. Andre Iguodala skoraði 28 stig fyrir gestina en Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Miami vann sjaldgæfan sigur þegar það lagði Milwaukee á heimavelli 78-73. Chris Quinn kom inn í byrjunarlið Miami í leiknum og setti persónulegt met með 24 stigum. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem Miami vinnur Milwaukee og er það eina liðið sem Miami hefur unnið oftar en einu sinni í vetur. Miami hefur aðeins unni 13 leiki allt tímabilið. New Jersey vann auðveldan útisigur á grönnum sínum í New York 106-91 en þetta var þó aðeins fyrsti sigur New Jersey í rimmum liðanna í vetur. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Jamal Crawford 26 fyrir New York. New Jersey hefur aðeins unnið 30 af 71 leikjum sínum í vetur en er samt hársbreidd frá því að ná inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Denver vann þriðja útisigur sinn í röð eftir sex útitöp í röð þar á undan þegar liðið lagði Memphis 120-106. JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 27 stig af bekknum en Rudy Gay skoraði 30 fyrir Memphis. Denver er í hörkubaráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Houston lagði Sacramento á heimavelli 108-100 og færði þjálfaranum Rick Adelman þar með 800. sigur sinn á ferlinum. Hann er aðeins 13. þjálfarinn í sögu NBA til að ná 800 sigrum á ferlinum. Rafer Alston skoraði 28 stig fyrir Houston í leiknum en Kevin Martin skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Seattle vann nokkuð óvæntan sigur Portland 97-84. Kevin Durant skoraði 23 stig fyrir Seattle en Martell Webster skoraði 22 stig fyrir Portland. Loks vann LA Lakers mikilvægan sigur á Golden State á útivelli í æsispennandi framlengdum leik 123-119. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Lamar Odom skoraði 23 stig og hirti 21 frákast. Baron Davis skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Golden State, Stephen Jackson skoraði 29 stig, Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Monta Ellis skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust og unnu þau sinn hvorn leikinn á útivelli. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Detroit hafði verið í nokkrum vandræðum áður en liðið tók á móti Phoenix í nótt en náði að vinna sigur 110-105 sigur í framlengdum leik þrátt fyrir að vera án Richard Hamilton sem var meiddur. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix í leiknum en Chauncey Billups skoraði 9 af 32 stigum sínum í framlengingunni fyrir Detroit. Philadelphia hefur komið nokkuð á óvart að undanförnu og vann í nótt mjög óvæntan sigur á Boston á útivelli 95-90 með góðum endaspretti í fjórða leikhlutanum. Philadelphia náði 19-0 spretti í fjórða leikhlutanum og tryggði sér 18. sigur sinn í síðustu 23 leikjum. Andre Iguodala skoraði 28 stig fyrir gestina en Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Miami vann sjaldgæfan sigur þegar það lagði Milwaukee á heimavelli 78-73. Chris Quinn kom inn í byrjunarlið Miami í leiknum og setti persónulegt met með 24 stigum. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem Miami vinnur Milwaukee og er það eina liðið sem Miami hefur unnið oftar en einu sinni í vetur. Miami hefur aðeins unni 13 leiki allt tímabilið. New Jersey vann auðveldan útisigur á grönnum sínum í New York 106-91 en þetta var þó aðeins fyrsti sigur New Jersey í rimmum liðanna í vetur. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Jamal Crawford 26 fyrir New York. New Jersey hefur aðeins unnið 30 af 71 leikjum sínum í vetur en er samt hársbreidd frá því að ná inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Denver vann þriðja útisigur sinn í röð eftir sex útitöp í röð þar á undan þegar liðið lagði Memphis 120-106. JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 27 stig af bekknum en Rudy Gay skoraði 30 fyrir Memphis. Denver er í hörkubaráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Houston lagði Sacramento á heimavelli 108-100 og færði þjálfaranum Rick Adelman þar með 800. sigur sinn á ferlinum. Hann er aðeins 13. þjálfarinn í sögu NBA til að ná 800 sigrum á ferlinum. Rafer Alston skoraði 28 stig fyrir Houston í leiknum en Kevin Martin skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Seattle vann nokkuð óvæntan sigur Portland 97-84. Kevin Durant skoraði 23 stig fyrir Seattle en Martell Webster skoraði 22 stig fyrir Portland. Loks vann LA Lakers mikilvægan sigur á Golden State á útivelli í æsispennandi framlengdum leik 123-119. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Lamar Odom skoraði 23 stig og hirti 21 frákast. Baron Davis skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Golden State, Stephen Jackson skoraði 29 stig, Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Monta Ellis skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust og unnu þau sinn hvorn leikinn á útivelli. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira