Pirraður Geir 18. mars 2008 14:25 Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur. Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta. Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde. Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur. Og illa fyrir kallaður ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun
Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur. Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta. Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde. Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur. Og illa fyrir kallaður ... -SER.