NBA í nótt: Boston vann meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 09:08 Bruce Bowen gengur svekktur af velli en leikmenn Boston fagna í bakgrunni. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Boston byrjaði skelfilega í leiknum og munurinn varð mestur í öðrum leikhluta, 33-11. En þá tóku þeir Paul Pierce, Rajon Rondo og Sam Cassell til sinna mála og náðu að klára leikinn. Cassell sýndi að hann hefur talsvert að færa Boston-liðinu en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og kom Boston í forystu í leiknum. Pierce skoraði alls 22 stig í leiknum, Rondo 20 og Cassell sautján. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 32 stig. San Antonio átti þó síðasta skotið í leiknum og hefði Robert Horry hitt úr þriggja stiga skoti sínu hefði hann tryggt sínum mönnum sigur. Í kvöld verður svo gríðarlega spennandi leikur á dagskrá er Boston fer í heimsókn til Houston Rockets sem hefur unnið 22 leiki í röð. San Antonio hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og er komið niður í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Orlando vann góðan sigur á Cleveland, 104-90. Dwight Howard var með 23 stig og þrettán fráköst og Rashard Lewis bætti við 21 stigi. LeBron James skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en það dugði ekki til. Delonte West skoraði sextán stig og Sasha Pavlovic fjórtán. Atlanta vann Wasington, 105-96, þar sem Mike Bibby skoraði 23 stig og Joe Johnson átján í þriðja sigri Atlanta í röð. Með sigrinum færðist Atlanta fyrir ofan New Jersey í áttunda sæti Austurdeildarinnar og þar með inn í úrslitakeppnina. New Jersey á hins vegar leik til góða og með sigri tekur liðið aftur áttunda sætið af Atlanta. Nýliðinn Al Horford hefur átt skínandi góða leiki fyrir Atlanta að undanförnu og í nótt skoraði hann tólf stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Indiana vann New York, 110-98. Mike Dunleavy skoraði 36 stig fyrir Indiana og Danny Granger var með 26 stig og ellefu fráköost. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 21 stig og fjórtán fráköst en þetta var níundi tapleikur New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Memphis vann Charlotte, 98-80. Mike Miller var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var fyrsti sigur Memphis í síðustu fimm leikjum liðsins. Derek Anderson skoraði sautján stig fyrri Charlotte en byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu aðeins 36 stig í leiknum. Hvorugt lið á mikla möguleika að komast í úrslitakeppnina. New Orleans vann Chicago, 108-97, þar sem Chris Paul fór á kostum og skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Alls skoraði New Orleans 33 stig gegn þrettán frá Chicago í fjórða leikhluta en liðið kláraði leikinn á síðustu þremur mínútunum. Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago en Drew Gooden var með 23 stig og tólf fráköst. Minnesota vann LA Clippers, 99-90, þar sem Al Jefferson náði sinni 48. tvöfaldri tvennu með 22 stig og fjórtán fráköst. Ryan Gomes bætti við nítján stigum fyrir Minnesota. Corey Maggette skoraði 34 stig fyrir Clippers. Utah vann Toronto, 96-79. Deron Williams skoraði 21 stig en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð á heimavelli en það er jöfnun á félagsmetinu. Þegar leikar stóðu jafnir, 65-65, skoraði Utah 24 stig gegn aðeins fjórum frá Toronto og dugði það til að tryggja sigurinn. Jose Calderon skoraði sextán stig fyrir Toronto. Utah getur bætt félagsmetið með því að leggja LA Lakers á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Spennan í Vesturdeildinni er gríðarlega mikil en aðeins tveir og hálfur sigurleikur skilur að efstu sjö liðin. Staðan í deildinni NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Boston byrjaði skelfilega í leiknum og munurinn varð mestur í öðrum leikhluta, 33-11. En þá tóku þeir Paul Pierce, Rajon Rondo og Sam Cassell til sinna mála og náðu að klára leikinn. Cassell sýndi að hann hefur talsvert að færa Boston-liðinu en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og kom Boston í forystu í leiknum. Pierce skoraði alls 22 stig í leiknum, Rondo 20 og Cassell sautján. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 32 stig. San Antonio átti þó síðasta skotið í leiknum og hefði Robert Horry hitt úr þriggja stiga skoti sínu hefði hann tryggt sínum mönnum sigur. Í kvöld verður svo gríðarlega spennandi leikur á dagskrá er Boston fer í heimsókn til Houston Rockets sem hefur unnið 22 leiki í röð. San Antonio hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og er komið niður í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Orlando vann góðan sigur á Cleveland, 104-90. Dwight Howard var með 23 stig og þrettán fráköst og Rashard Lewis bætti við 21 stigi. LeBron James skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en það dugði ekki til. Delonte West skoraði sextán stig og Sasha Pavlovic fjórtán. Atlanta vann Wasington, 105-96, þar sem Mike Bibby skoraði 23 stig og Joe Johnson átján í þriðja sigri Atlanta í röð. Með sigrinum færðist Atlanta fyrir ofan New Jersey í áttunda sæti Austurdeildarinnar og þar með inn í úrslitakeppnina. New Jersey á hins vegar leik til góða og með sigri tekur liðið aftur áttunda sætið af Atlanta. Nýliðinn Al Horford hefur átt skínandi góða leiki fyrir Atlanta að undanförnu og í nótt skoraði hann tólf stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Indiana vann New York, 110-98. Mike Dunleavy skoraði 36 stig fyrir Indiana og Danny Granger var með 26 stig og ellefu fráköost. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 21 stig og fjórtán fráköst en þetta var níundi tapleikur New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Memphis vann Charlotte, 98-80. Mike Miller var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var fyrsti sigur Memphis í síðustu fimm leikjum liðsins. Derek Anderson skoraði sautján stig fyrri Charlotte en byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu aðeins 36 stig í leiknum. Hvorugt lið á mikla möguleika að komast í úrslitakeppnina. New Orleans vann Chicago, 108-97, þar sem Chris Paul fór á kostum og skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Alls skoraði New Orleans 33 stig gegn þrettán frá Chicago í fjórða leikhluta en liðið kláraði leikinn á síðustu þremur mínútunum. Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago en Drew Gooden var með 23 stig og tólf fráköst. Minnesota vann LA Clippers, 99-90, þar sem Al Jefferson náði sinni 48. tvöfaldri tvennu með 22 stig og fjórtán fráköst. Ryan Gomes bætti við nítján stigum fyrir Minnesota. Corey Maggette skoraði 34 stig fyrir Clippers. Utah vann Toronto, 96-79. Deron Williams skoraði 21 stig en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð á heimavelli en það er jöfnun á félagsmetinu. Þegar leikar stóðu jafnir, 65-65, skoraði Utah 24 stig gegn aðeins fjórum frá Toronto og dugði það til að tryggja sigurinn. Jose Calderon skoraði sextán stig fyrir Toronto. Utah getur bætt félagsmetið með því að leggja LA Lakers á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Spennan í Vesturdeildinni er gríðarlega mikil en aðeins tveir og hálfur sigurleikur skilur að efstu sjö liðin. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti