Óttast er að tuttugu manns hið minnsta hafi farist þegar skotfærageymsla albanska hersins sprakk í loft upp í gær. Geymslan var rétt fyrir norðan höfuðborgina Tirana.
Þar voru geymt gömul og úrelt skotfæri og sprengjur. Sprengingarnar hófust þegar verið var að eyða þessum gömlu stríðstólum. Það var síðdegis í gær en sprengirnarnar héldu áfram þartil snemma í morgun.
Björgunarsveitarmenn segja að 313 byggingar hafi jafnast við jörðu og yfir 1600 hús orðið fyrir skemmdum í nærliggjandi þorpum.