21 sigur í röð hjá Houston 15. mars 2008 07:15 Dikembe Mutombo og Tracy McGrady ganga hér glaðir af velli eftir 21. sigur Houston í röð í nótt. NordcPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti