Hljómplata ársins: Popp/dægurtónlist 6. mars 2008 18:23 Allt fyrir ástina - Páll Óskar ,,Júrótrass" er orð sem notað er yfir hluta evrópskrar danstónlistar. Á vissan hátt fellur tónlistin á þessari plötu undir þennan umdeilda flokk en lyftir honum á hærra plan vegna glæsilegs flutnings, útsetninga og alls frágangs. Lögin eru skemmtileg og melódísk, takturinn frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman, eins og sæmir góðum plötusnúði. Textarnir eru kapítuli út af fyrir sig í svona umhverfi; vitræn þroskasaga manns í gegnum brokkgengt ástalíf. Frágangur/Hold er mold - Megas & Senuþjófarnir Megas sendi frá sér plötutvennuna Frágang og Hold er mold með Senuþjófunum. Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Hann á greinilega nóg eftir enn. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meistaravera frá áttunda áratugnum, og textar, lög og söngur Megasar eru framúrskarandi. Tímarnir okkar - Sprengjuhöllin Sprengjuhöllin boðar endurreisn íslenska poppsins. Tímarnir okkar stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið; lagasmíðarnar eru grípandi, útsetningarnar skemmtilegar og textarnir ná að fanga tíðarandann á einstakan hátt. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Allt fyrir ástina - Páll Óskar ,,Júrótrass" er orð sem notað er yfir hluta evrópskrar danstónlistar. Á vissan hátt fellur tónlistin á þessari plötu undir þennan umdeilda flokk en lyftir honum á hærra plan vegna glæsilegs flutnings, útsetninga og alls frágangs. Lögin eru skemmtileg og melódísk, takturinn frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman, eins og sæmir góðum plötusnúði. Textarnir eru kapítuli út af fyrir sig í svona umhverfi; vitræn þroskasaga manns í gegnum brokkgengt ástalíf. Frágangur/Hold er mold - Megas & Senuþjófarnir Megas sendi frá sér plötutvennuna Frágang og Hold er mold með Senuþjófunum. Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Hann á greinilega nóg eftir enn. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meistaravera frá áttunda áratugnum, og textar, lög og söngur Megasar eru framúrskarandi. Tímarnir okkar - Sprengjuhöllin Sprengjuhöllin boðar endurreisn íslenska poppsins. Tímarnir okkar stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið; lagasmíðarnar eru grípandi, útsetningarnar skemmtilegar og textarnir ná að fanga tíðarandann á einstakan hátt.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira