NBA í nótt: Boston fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2008 08:46 Kevin Garnett reynir hér að komast framhjá Antonio McDyess. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið vann sigur á Detroit, 90-78, í uppgjöri toppliðanna í austrinu. Boston gaf aldrei færi á sér í leiknum og leiddi frá upphafi til enda. Boston er nú með besta árangur allra liðanna í deildinni og með fjögurra leikja forystu á Detroit í austrinu. Kevin Garnett var með 31 stig í leiknum og var vitanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur og vissum við það strax frá upphafi tímabilsins að þessi leikur yrði mikilvægur." Kendrick Perkins fór einnig mikinn í liði Boston en hann tók 20 fráköst auk þess sem hann skoraði tíu stig. Hjá Detroit voru þeir Rasheed Wallace og Chauncey Billups stigahæstir með 23 stig hvor. Houston vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið vann sigur á Indiana, 117-99. Tracy McGrady var stigahæstur með 25 stig en Houston hefur nú unnið 20 af síðustu 21 leik sínum í deildinni. LeBron James skoraði 50 stig í nótt er Cleveland vann sigur á New York, 119-105. Auk þess átti hann tíu stoðsendingar, tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem James skorar 50 stig og hefur hann skorað 95 stig í tveimur leikjum gegn New York á tímabilinu. Charlotte batt enda á fjögurra leikja sigurhrinu Golden State með sigri í leik liðanna í nótt, 118-109. Jason Richardson fór á kostum gegn sínu gamla liði og skoraði 42 stig. Golden State á í harðri baráttu við Denver um áttunda sætið í vestrinu en Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix, 126-113. Allen Iverson var með 31 stig og tólf stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 30 stigum auk þess sem hann tók þrettán fráköst. LA Clippers vann Sacramento, 116-109, í tvíframlengdum leik en fyrir leikinn hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Utah vann sinn sautjánda heimaleik í röð en liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 105-76. Úrslit annarra leikja í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 122-92Toronto Raptors - Miami Heat 108-83 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 101-116 Seattle Supersonics - Milwaukee Bucks 106-118 New Jersey Nets - Memphis Grizzlies 93-100 Staðan í deildinni NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið vann sigur á Detroit, 90-78, í uppgjöri toppliðanna í austrinu. Boston gaf aldrei færi á sér í leiknum og leiddi frá upphafi til enda. Boston er nú með besta árangur allra liðanna í deildinni og með fjögurra leikja forystu á Detroit í austrinu. Kevin Garnett var með 31 stig í leiknum og var vitanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur og vissum við það strax frá upphafi tímabilsins að þessi leikur yrði mikilvægur." Kendrick Perkins fór einnig mikinn í liði Boston en hann tók 20 fráköst auk þess sem hann skoraði tíu stig. Hjá Detroit voru þeir Rasheed Wallace og Chauncey Billups stigahæstir með 23 stig hvor. Houston vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið vann sigur á Indiana, 117-99. Tracy McGrady var stigahæstur með 25 stig en Houston hefur nú unnið 20 af síðustu 21 leik sínum í deildinni. LeBron James skoraði 50 stig í nótt er Cleveland vann sigur á New York, 119-105. Auk þess átti hann tíu stoðsendingar, tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem James skorar 50 stig og hefur hann skorað 95 stig í tveimur leikjum gegn New York á tímabilinu. Charlotte batt enda á fjögurra leikja sigurhrinu Golden State með sigri í leik liðanna í nótt, 118-109. Jason Richardson fór á kostum gegn sínu gamla liði og skoraði 42 stig. Golden State á í harðri baráttu við Denver um áttunda sætið í vestrinu en Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix, 126-113. Allen Iverson var með 31 stig og tólf stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 30 stigum auk þess sem hann tók þrettán fráköst. LA Clippers vann Sacramento, 116-109, í tvíframlengdum leik en fyrir leikinn hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Utah vann sinn sautjánda heimaleik í röð en liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 105-76. Úrslit annarra leikja í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 122-92Toronto Raptors - Miami Heat 108-83 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 101-116 Seattle Supersonics - Milwaukee Bucks 106-118 New Jersey Nets - Memphis Grizzlies 93-100 Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira