NBA í nótt: Tíundi sigur San Antonio í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2008 09:30 Tony Parker skilar boltanum í körfuna. Nordic Photos / Getty Images San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum. NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum.
NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira