NBA í nótt: Tíundi sigur San Antonio í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2008 09:30 Tony Parker skilar boltanum í körfuna. Nordic Photos / Getty Images San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti