Detroit valtaði yfir Phoenix á útivelli 25. febrúar 2008 03:21 Chauncey Billups og félagar í Detroit niðurlægðu Phoenix í nótt AP Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira