Nýliðar vekja athygli 23. febrúar 2008 22:21 Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz. Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz.
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira