NBA í nótt: Toppliðin töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 11:41 Tracy McGrady og Yao Ming gátu leyft sér að brosa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi. NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi.
NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira