Tíu þúsund manna tyrkneskt herlið réðst í dag yfir landamæri Íraks til að ráðast á búðir skæruliða Kúrdiska verkamannaflokksins svonefnda.
Skæruliðarnir hafa fellt fjölmarga Tyrki í árásum yfir landamærin undanfarna mánuði.
Tyrkir hafa aðallega svarað fyrir sig með takmörkuðum loftárásum á einstök skotmörk.
Tyrkneska þingið samþykkti hinsvegar fyrir árámót að heimila hernum að ráðast yfir landamærin. Yfir 100 þúsund hermenn hafa síðan verið í viðbraðsstöðu á landamærunum.
Talsmaður bandaríkjastjórnar sagði að árásin sem hófst í dag væri ekki "bestu fréttir" sem þeir hefðu fengið þessa vikuna.