Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, segir að sambandið sé nú fyrst og fremst að horfa til útlanda hvað varðar ráðningu nýs landsliðsþjálfara.
Aron Kristjánsson hafnaði HSÍ í morgun en fyrir höfðu þrír menn hafnað starfinu, þeir Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson.
„Vissulega er það áfall að menn skuli ekki vera lausir til að fara í þetta starf. Það var áhugi fyrir starfinu hjá þessum mönnum en þeir höfðu bara öðrum hnöppum að hneppa."
Hann segir að það sé engin krísa komin í landsliðsþjálfaramálin. „Nei, langt í frá. Við erum með æfingaleiki í mars en það eru engir alvöruleikir fyrr en í maí."
Guðmundur segir að sambandið sé nú þegar kominn með ákveðinn mann í huga.
„Já, við erum með ákveðinn mann í huga. Við erum farnir að horfa mikið til útlanda og farnir að skanna erlenda markaðinn aftur. En það getur vissulega verið erfitt að finna þjálfara á miðju keppnistímabili hjá félagsliðum í Evrópu."
HSÍ að leita til útlanda
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn
