George Bush forseti Bandríkjanna hefur verið á ferð í Afríku undanfarna daga og heimsótt mörg Afríkuríki. Lítið hefur farið fyrir þessu í fréttum.
Ástæðan kann að vera sú að forsetanum hefur hvarvetna verið mjög vel tekið. Engin mótmæli eða óeirðir.
Það er því létt yfir forsetanum. Á meðfylgjandi mynd er hann ásamt John Kufuor forseta Ghana að árita gifsumbúðir á handlegg Debbie Charles, fréttakonu Reuters fréttastofunnar.
Debbie fylgir forsetanum á ferð hans. Hún meiddi sig á handlegg í Rúanda.