Skólar voru lokaðir í Aþenu í dag vegna mikillar snjókomu um helgina. Það var snjókoma um allt land og samgöngur trufluðust víða.
Íþróttaviðburðir voru blásnir af. Það snjóar ekki oft í Grikklandi, hvað þá á þessum árstíma.
En þótt snjórinn væri mörgum til ama urðu engin alvarleg slys. Og það er óneitanlega tignarlegt að sjá hina fornu Akropolis hæð í mjallahvítum skrúða.