Einar Jökull fékk níu og hálft ár í Fáskrúðsfjarðarmáli og felldi tár 15. febrúar 2008 09:23 Frá Seyðisfirði. Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð. Pólstjörnumálið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira