Einar Jökull fékk níu og hálft ár í Fáskrúðsfjarðarmáli og felldi tár 15. febrúar 2008 09:23 Frá Seyðisfirði. Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð. Pólstjörnumálið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð.
Pólstjörnumálið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira