Phoenix lagði Dallas 15. febrúar 2008 09:09 Phoenix lagði lúna Dallas-menn í nótt Nordic Photos / Getty Images Tveir síðustu leikirnir í NBA deildinni fyrir stjörnuleikshlé fóru fram í nótt. Phoenix lagði Dallas á heimavelli og Miami tapaði níunda leik sínum í röð þegar það tapaði fyrir Chicago. Phoenix lagði Dallas 109-97 á bak við góðan leik Steve Nash sem skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar. Amare Stoudemire og Leandro Barbosa skoruðu 26 stig fyrir Phoenix og Boris Diaw var með 19 stig. Uppselt var á leikinn í Phoenix í nótt og var þetta 100. heimaleikur liðsins í röð þar sem miðar seljast upp. Dirk Nowitzki var með 36 stig og hirti 12 fráköst fyrir Dallas og Jason Terry skoraði 29 stig, en Dallas lék án þeirra Devin Harris, Josh Howard og Jerry Stackhouse sem eru allir meiddir. "Það voru mikil meiðsli í þeirra herbúðum og við erum heldur ekki með okkar sterkasta lið, en þessi sigur var okkur mikilvægur í harðri toppbaráttunni," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Shaquille O´Neal er enn ekki byrjaður að leika með Phoenix síðan hann kom frá Miami á dögunum, en leikur væntanlega með liðinu eftir stjörnuleikinn í næstu viku. Þar gæti svo farið að fyrsti leikur hans með Phoenix yrði gegn fyrrum félögum hans í LA Lakers. Dallas er sem kunnugt er að vinna í því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd frá New Jersey, en fregnir herma að enn sé ekki útilokað að af skiptunum verði þó Devean George hafi sett þar strik í reikninginn í gær þegar hann neitað að fara til New Jersey í sjö manna skiptum. Chicago lagði Miami 99-92 á heimavelli þar sem Kirk Hinrich kom af bekknum hjá Chicago og skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst. Dwyane Wade og Shawn Marion spiluðu vel hjá Chicago, Wade skoraði 30 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Marion skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst, en það nægði liðinu ekki til sigurs -enn eina ferðina. Miami hefur aðeins unnið einn leik í deildinni síðan 22. desember í fyrra og er grafið í neðsta sæti Austurdeildarinnar með aðeins 9 sigra. Aðeins tvö lið í NBA deildinni hafa tekið álíka 1-24 taprispu á síðustu 10 árum. Það voru lið Golden State leiktíðina 2000-01 og Atlanta leiktíðina 2004-05. Aðeins tvö ár eru síðan Miami varð NBA meistari. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Tveir síðustu leikirnir í NBA deildinni fyrir stjörnuleikshlé fóru fram í nótt. Phoenix lagði Dallas á heimavelli og Miami tapaði níunda leik sínum í röð þegar það tapaði fyrir Chicago. Phoenix lagði Dallas 109-97 á bak við góðan leik Steve Nash sem skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar. Amare Stoudemire og Leandro Barbosa skoruðu 26 stig fyrir Phoenix og Boris Diaw var með 19 stig. Uppselt var á leikinn í Phoenix í nótt og var þetta 100. heimaleikur liðsins í röð þar sem miðar seljast upp. Dirk Nowitzki var með 36 stig og hirti 12 fráköst fyrir Dallas og Jason Terry skoraði 29 stig, en Dallas lék án þeirra Devin Harris, Josh Howard og Jerry Stackhouse sem eru allir meiddir. "Það voru mikil meiðsli í þeirra herbúðum og við erum heldur ekki með okkar sterkasta lið, en þessi sigur var okkur mikilvægur í harðri toppbaráttunni," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Shaquille O´Neal er enn ekki byrjaður að leika með Phoenix síðan hann kom frá Miami á dögunum, en leikur væntanlega með liðinu eftir stjörnuleikinn í næstu viku. Þar gæti svo farið að fyrsti leikur hans með Phoenix yrði gegn fyrrum félögum hans í LA Lakers. Dallas er sem kunnugt er að vinna í því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd frá New Jersey, en fregnir herma að enn sé ekki útilokað að af skiptunum verði þó Devean George hafi sett þar strik í reikninginn í gær þegar hann neitað að fara til New Jersey í sjö manna skiptum. Chicago lagði Miami 99-92 á heimavelli þar sem Kirk Hinrich kom af bekknum hjá Chicago og skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst. Dwyane Wade og Shawn Marion spiluðu vel hjá Chicago, Wade skoraði 30 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Marion skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst, en það nægði liðinu ekki til sigurs -enn eina ferðina. Miami hefur aðeins unnið einn leik í deildinni síðan 22. desember í fyrra og er grafið í neðsta sæti Austurdeildarinnar með aðeins 9 sigra. Aðeins tvö lið í NBA deildinni hafa tekið álíka 1-24 taprispu á síðustu 10 árum. Það voru lið Golden State leiktíðina 2000-01 og Atlanta leiktíðina 2004-05. Aðeins tvö ár eru síðan Miami varð NBA meistari.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti