Nýr stjórnarformaður SAS flugfélagsins segir að það berjist nú fyrir lífi sínu. Daninn Fritz H. Schur segir að ekkert fyrirtæki á Norðurlöndum eigi í eins miklum erfiðleikum og SAS.
Það sé meðal annars vegna stærðar félagsins og hversu flókið sé að reka það. Stjórnarformaðurinn segir að harðar kjaradeilur starfsmanna hafi átt stóran þátt í að draga máttinn úr félaginu. Ef þær haldi áfram verði það gjaldþrota.