Pólitík þagnarinnar 11. febrúar 2008 11:10 Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun