Snarræði þingheims 8. febrúar 2008 17:17 Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun
Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun