Snarræði þingheims 8. febrúar 2008 17:17 Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun