Vatnskóngurinn á mannamáli 1. febrúar 2008 17:27 Þéttur þáttur hjá mér á Mannamáli á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Jón Ólafsson athafnaskáld sem er kominn heim - og sigri hrósandi. Ævintýrið á bak við vatnsútflutning þessa eins umtalaðasta bissnessmanns síðari ára á Íslandi er lyginni líkast. Kominn með risasamning við stærsta drykkjarvörudreifanda heims, takk fyrir. Við Jón ætlum að rifja upp allan aðdragandann að Icelandic Glacial sem er nokkuð reyfarakenndur. Og svo tölum við líka um pólitískan flótta hans frá Íslandi um árið; skyldi hann vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Kommi á Ölstofunni og Kiddi Bigfoot verða líka gestir mínir og ræða það nýjasta nýtt í gjálífinu; að stera sig upp fyrir miðbæjarátökin um helgar. Svo ætlar Einar Kára að tala um íslenska karlmennsku og Kata Jak og Gerður Kristný mæta báðar léttari með litlu krílin upp á arminn. Sumsé hlé á pólitíkinni ... en hva, er ekki allt pólitík ef út í það er farið! Munið það landsmenn, allir sem einn: Allt í opinni dagskrá eftir fréttir á sunnudagskvöld - ókeypis og engin afnotagjöld ... PS. Sá að nýjasta áhorfsmæling á Mannamál sýnir 27 prósenta uppsafnað áhorf. Það er náttúrlega æðislegt ... Takk fyrir að horfa ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun
Þéttur þáttur hjá mér á Mannamáli á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Jón Ólafsson athafnaskáld sem er kominn heim - og sigri hrósandi. Ævintýrið á bak við vatnsútflutning þessa eins umtalaðasta bissnessmanns síðari ára á Íslandi er lyginni líkast. Kominn með risasamning við stærsta drykkjarvörudreifanda heims, takk fyrir. Við Jón ætlum að rifja upp allan aðdragandann að Icelandic Glacial sem er nokkuð reyfarakenndur. Og svo tölum við líka um pólitískan flótta hans frá Íslandi um árið; skyldi hann vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Kommi á Ölstofunni og Kiddi Bigfoot verða líka gestir mínir og ræða það nýjasta nýtt í gjálífinu; að stera sig upp fyrir miðbæjarátökin um helgar. Svo ætlar Einar Kára að tala um íslenska karlmennsku og Kata Jak og Gerður Kristný mæta báðar léttari með litlu krílin upp á arminn. Sumsé hlé á pólitíkinni ... en hva, er ekki allt pólitík ef út í það er farið! Munið það landsmenn, allir sem einn: Allt í opinni dagskrá eftir fréttir á sunnudagskvöld - ókeypis og engin afnotagjöld ... PS. Sá að nýjasta áhorfsmæling á Mannamál sýnir 27 prósenta uppsafnað áhorf. Það er náttúrlega æðislegt ... Takk fyrir að horfa ... -SER.