LeBron James valtaði yfir Portland 31. janúar 2008 09:21 LeBron James skorar hér sigurkörfu Cleveland gegn Portland Nordic Photos / Getty Images Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA
NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira