Reglum samkvæmt má ekki sýna nakið fólk fyrir klukkan tíu að kvöldi á sjónvarpsstöðum sem senda út á landsvísu.
Fjölmörg kristin- og siðferðissamtök fylgjast vel með sjónvarpinu í Bandaríkjunum og eru óspör á að kæra ef þau telja sig sjá eitthvað ósiðlegt.
ABC hefur áfrýjað dóminum á þeim forsendum að ekki sé hægt að líta á rass sem kynfæri.