Paul fór á kostum í stórsigri New Orleans 29. janúar 2008 09:16 Chris Paul var hársbreidd frá því að ná þrefaldri tvennu gegn Denver Nordic Photos / Getty Images Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. New Orleans er heitasta liðið í NBA deildinni í dag og það var hinn ungi Paul sem fór fyrir sínum mönnum í nótt eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði 23 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, Peja Stojakovic skoraði 19 stig og Tyson Chandler skoraði 10 stig og hirti 16 fráköst. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV rásinni og var hin besta skemmtun. Áhorfendur í New Orleans hylltu Chris Paul og risu úr sætum og klöppuðu þegar Chris Paul var tekinn af velli í lokin. Þeir hrópuðu "MVP, MVP" og vísuðu til þess að hann væri að þeirra mati verðmætasti leikmaður deildarinnar. New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og aðeins 12 töp. Paul var hógvær eftir leikinn og hafði meiri áhyggjur af því að koma þjálfarateymi sínu í stjörnuleikinn í næsta mánuði en að komast þangað sjálfur. "Það eina sem ég er að hugsa um núna er að koma þjálfurunum í stjörnuleikinn. Ég er ekki að skoða stöðuna á hverjum degi, en það yrði frábært ef Byron Scott þjálfari færi í stjörnuleikinn," sagði Paul. Það er þjálfarinn sem er með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni um mánaðamótin sem fær að stýra liði vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum og þar á Scott góða möguleika að komast að. Þegar er ljóst að Doc Rivers, þjálfari Boston, muni stýra liði Austurdeildarinnar. Denver var sem fyrr án framherjans Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla, en líklegt þykir að hann verði með í næsta leik. Þetta var annað tap Denver í röð. Allen Iverson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Kenyon Martin skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst. Carlos Boozer og Deron Williams fóru fyrir liði Utah í sigrinum á San Antonio. Liðið hafði aðeins unnið 4 af síðustu 28 leikjum sínum gegn Spurs í deildinniNordicPhotos/GettyImages Utah í toppsætið í Norðvesturriðlinum Utah Jazz vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum í Salt Lake City í nótt 97-91. Þetta var níundi heimasigur Utah í röð og er liðið með næst besta árangur deildarinnar á heimavelli. Það hefur heldur snúið við blaðinu í janúar eftir afleitan desembermánuð og hefur aðeins tapað tvisvar á árinu 2008. Carlos Boozer skoraði 23 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Utah, Andrei Kirilenko hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 23 stig og Deron Williams gaf 14 stoðsendingar. Utah leiddi frá fyrstu mínútu í leik sem var á tíðum nokkuð fast leikinn. San Antonio tapaði þarna fyrsta leik sínum af níu á erfiðu ferðalagi næstu þrjár vikurnar. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst en enginn annar byrjunarliðsmaður skoraði meira en 5 stig fyrir San Antonio. Manu Ginobili skoraði 29 stig af bekknum. San Antonio hafði góða möguleika til að komast inn í leikinn í fjórða leikhlutanum, en þá missti Ime Udoka stjórn á skapi sínu og lét kasta sér í bað með tvær tæknivillur. Það gerði út um vonir meistaranna. Dallas vann fjórða leikinn í röð með því að leggja slakt lið Memphis á útivelli 103-84. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Denver var án leikstjórnandans Devin Harris í leiknum sem missir úr næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla. Rudy Gay var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og Kyle Lowry skoraði 17 stig. Loks vann Charlotte fjórða útileikinn sinn í vetur þegar það skellti LA Clippers 107-100 í Los Angeles. Gerald Wallace var bestur í liði Charlotte með 23 stig og 8 stoðsendingar en Tim Thomas skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. New Orleans er heitasta liðið í NBA deildinni í dag og það var hinn ungi Paul sem fór fyrir sínum mönnum í nótt eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði 23 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, Peja Stojakovic skoraði 19 stig og Tyson Chandler skoraði 10 stig og hirti 16 fráköst. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV rásinni og var hin besta skemmtun. Áhorfendur í New Orleans hylltu Chris Paul og risu úr sætum og klöppuðu þegar Chris Paul var tekinn af velli í lokin. Þeir hrópuðu "MVP, MVP" og vísuðu til þess að hann væri að þeirra mati verðmætasti leikmaður deildarinnar. New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og aðeins 12 töp. Paul var hógvær eftir leikinn og hafði meiri áhyggjur af því að koma þjálfarateymi sínu í stjörnuleikinn í næsta mánuði en að komast þangað sjálfur. "Það eina sem ég er að hugsa um núna er að koma þjálfurunum í stjörnuleikinn. Ég er ekki að skoða stöðuna á hverjum degi, en það yrði frábært ef Byron Scott þjálfari færi í stjörnuleikinn," sagði Paul. Það er þjálfarinn sem er með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni um mánaðamótin sem fær að stýra liði vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum og þar á Scott góða möguleika að komast að. Þegar er ljóst að Doc Rivers, þjálfari Boston, muni stýra liði Austurdeildarinnar. Denver var sem fyrr án framherjans Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla, en líklegt þykir að hann verði með í næsta leik. Þetta var annað tap Denver í röð. Allen Iverson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Kenyon Martin skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst. Carlos Boozer og Deron Williams fóru fyrir liði Utah í sigrinum á San Antonio. Liðið hafði aðeins unnið 4 af síðustu 28 leikjum sínum gegn Spurs í deildinniNordicPhotos/GettyImages Utah í toppsætið í Norðvesturriðlinum Utah Jazz vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum í Salt Lake City í nótt 97-91. Þetta var níundi heimasigur Utah í röð og er liðið með næst besta árangur deildarinnar á heimavelli. Það hefur heldur snúið við blaðinu í janúar eftir afleitan desembermánuð og hefur aðeins tapað tvisvar á árinu 2008. Carlos Boozer skoraði 23 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Utah, Andrei Kirilenko hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 23 stig og Deron Williams gaf 14 stoðsendingar. Utah leiddi frá fyrstu mínútu í leik sem var á tíðum nokkuð fast leikinn. San Antonio tapaði þarna fyrsta leik sínum af níu á erfiðu ferðalagi næstu þrjár vikurnar. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst en enginn annar byrjunarliðsmaður skoraði meira en 5 stig fyrir San Antonio. Manu Ginobili skoraði 29 stig af bekknum. San Antonio hafði góða möguleika til að komast inn í leikinn í fjórða leikhlutanum, en þá missti Ime Udoka stjórn á skapi sínu og lét kasta sér í bað með tvær tæknivillur. Það gerði út um vonir meistaranna. Dallas vann fjórða leikinn í röð með því að leggja slakt lið Memphis á útivelli 103-84. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Denver var án leikstjórnandans Devin Harris í leiknum sem missir úr næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla. Rudy Gay var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og Kyle Lowry skoraði 17 stig. Loks vann Charlotte fjórða útileikinn sinn í vetur þegar það skellti LA Clippers 107-100 í Los Angeles. Gerald Wallace var bestur í liði Charlotte með 23 stig og 8 stoðsendingar en Tim Thomas skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira