Burtreið Björns Inga 24. janúar 2008 11:29 Ég segi nú alveg eins og er; það verður sjónarsviptir af Birni Inga í borgarmálunum. Hann hefur verið skratti skeleggur, rökfastur og fylginn sér. En umdeildur. Ég sá lengi vel í honum framtíðarpólitíkus sem hæglega hefði getað náð verulegum vegtyllum í flokknum. En það er einhver ólund í Framsókn. Ég á erfitt með að skilja þennan flokk - þótt ég hafi stúderað hann vel og lengi - og er líklega ekki einn um þá skoðun að álíta flokkinn með einhver krónísk innanmein. Sjálfseyðingarhvöt Framsóknar hefur farið sem pest um allt innra starf hans frá því Steingrímur Hermannsson var og hét - og hélt flokknum saman með sínu milda yfirbragði. Það var ekki fyrr en undir það síðasta í formennsku Steingríms sem örla fór á misklíð, einkanlega vegna Evrópuástar varaformannsins Halldórs sem nálega hafði Steingrím undir í innanflokkskosningu um afstöðuna til Evrópu. Svo var náttúrlega Stefán á Vaðbrekku í svolítilli fýlu um stund á meðan Steingrímur var og hét, en þótti samt svo vænt um gamla formanninn sinn að hann studdi hann leynt og ljóst í klofningsframboðinu sínu um árið. Svo tók Halldór við. Hann missti tökin á sínu fólki - og Guðni hefur ekki enn náð reglu á þetta lið sitt. Flokksklíkurnar hafa plagað flokkinn í upp undir áratug. Svona flokkur hefur ekki þurft á utanaðkomandi óvinum að halda. Hann hefur sjálfur búið við innra ógnarjafnvægi. Afhverju helst Framsókn ekki á ungum upprennandi mönnum; Finni, Árna, Dagnýju og nú Birni Inga? Afhverju gefast allir upp í miðju hlaupinu? Og svo er spurningin þessi: Er orðið of hrollvbevekjandi að komast til metorða í flokknum? Þetta er hrollvekjandi spurning í sjálfu sér ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun
Ég segi nú alveg eins og er; það verður sjónarsviptir af Birni Inga í borgarmálunum. Hann hefur verið skratti skeleggur, rökfastur og fylginn sér. En umdeildur. Ég sá lengi vel í honum framtíðarpólitíkus sem hæglega hefði getað náð verulegum vegtyllum í flokknum. En það er einhver ólund í Framsókn. Ég á erfitt með að skilja þennan flokk - þótt ég hafi stúderað hann vel og lengi - og er líklega ekki einn um þá skoðun að álíta flokkinn með einhver krónísk innanmein. Sjálfseyðingarhvöt Framsóknar hefur farið sem pest um allt innra starf hans frá því Steingrímur Hermannsson var og hét - og hélt flokknum saman með sínu milda yfirbragði. Það var ekki fyrr en undir það síðasta í formennsku Steingríms sem örla fór á misklíð, einkanlega vegna Evrópuástar varaformannsins Halldórs sem nálega hafði Steingrím undir í innanflokkskosningu um afstöðuna til Evrópu. Svo var náttúrlega Stefán á Vaðbrekku í svolítilli fýlu um stund á meðan Steingrímur var og hét, en þótti samt svo vænt um gamla formanninn sinn að hann studdi hann leynt og ljóst í klofningsframboðinu sínu um árið. Svo tók Halldór við. Hann missti tökin á sínu fólki - og Guðni hefur ekki enn náð reglu á þetta lið sitt. Flokksklíkurnar hafa plagað flokkinn í upp undir áratug. Svona flokkur hefur ekki þurft á utanaðkomandi óvinum að halda. Hann hefur sjálfur búið við innra ógnarjafnvægi. Afhverju helst Framsókn ekki á ungum upprennandi mönnum; Finni, Árna, Dagnýju og nú Birni Inga? Afhverju gefast allir upp í miðju hlaupinu? Og svo er spurningin þessi: Er orðið of hrollvbevekjandi að komast til metorða í flokknum? Þetta er hrollvekjandi spurning í sjálfu sér ... -SER.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun