Jarðarför Fischers 22. janúar 2008 10:27 Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun
Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER.