Cleveland vann í San Antonio 18. janúar 2008 09:27 LeBron James var óstöðvandi í San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti