Sérfræðingar segja 16. janúar 2008 11:24 Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun
Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun