Óvænt úrslit í NBA í nótt 16. janúar 2008 09:19 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt og skoraði 51 stig NordicPhotos/GettyImages Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. James skoraði 25 af þessum stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingu og var þetta í fjórða skiptið á ferlinum sem hann skorar 50 stig eða meira. "Það er gaman að ná svona áfanga þegar við vinnum. Hvert einasta stig sem ég skoraði í kvöld skipti máli. Við höfum tapað þegar ég skora 50 stig og þá fannst mér mun minna til þess komið," sagði James eftir leikinn. Hann hirti auk þessa 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 30 stig og 9 fráköst, Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Juan Carlos Navarro skoraði 26 stig af bekknum. Atlanta vann góðan heimasigur á Denver 104-93 þar sem Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir heimamenn en Carmelo Anthony setti 36 stig fyrir gestina. Orlando vann auðveldan sigur á Chicago 102-88. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Orlando en Joe Smith var stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Detroit skellti Toronto heima 103-89 þar sem Rip Hamilton skoraði 39 stig fyrir Detroit og hitti mjög vel úr skotum sínum (16-22). Chris Bosh var atkvæðamestur hjá gestunum með 16 stig og 11 fráköst. Washington tapaði 105-93 í New York eftir að hafa lagt Boston að velli tvisvar á einni viku. Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Caron Butler setti 24 stig fyrir Washington. Þetta var annar sigur New York í röð og slíkt hefur verið sjaldgæft hjá liðinu í vetur enda aðeins 11 sigrar komnir í hús. Golden State lagði Minnesota á útivelli 105-98 þar sem Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Antoine Walker skoraði 26 stig fyrir heimamenn sem hafa aðeins unnið 5 leiki í allan vetur. Óvænt tap hjá PhoenixSam Cassell fór fyrir Clippers liðinu í sigrinum á PhoenixNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia vann óvæntan útisigur á Houston 105-98 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu. Liðið var á tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik en tók mikla rispu í lokin og tryggði sér fyrsta sigurinn á útivelli í sex tilraunum. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en Yao Ming var með 25 stig og 8 fráköst hjá heimamönnum.Þá tapaði Phoenix óvænt fyrir LA Clippers á útivelli 97-90. Clippers liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð en það var gamla brýnið Sam Cassell sem tryggði liðinu sigur með 32 stigum og hitti hann úr 15 af 21 skoti sínu í leiknum, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Corey Maggette skoraði 21 stig og Chris Kaman hirti 18 fráköst.Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Raja Bell skoraði 15 stig, Steve Nash var með 14 stig og 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði einnig 14 stig og hirti 17 fráköst.Staðan í NBA:Austurdeild:1 BOS 30-6 2 DET 29-10 3 ORL 24-16 4 WAS 20-17 5 CLE 20-18 6 TOR 20-18 7 ATL 17-17 8 NJN 18-19 9 IND 17-22 10 MIL 15-23 11 CHI 14-22 12 PHI 15-24 13 CHA 14-23 14 NYK 11-26 15 MIA 8-28Vesturdeild:1 LAL 26-11 2 SAS 25-11 3 DAL 26-12 4 PHO 26-12 5 NOR 25-12 6 POR 23-14 7 DEN 22-15 8 GSW 23-16 9 UTH 22-17 10 HOU 20-19 11 SAC 15-21 12 LAC 11-23 13 MEM 10-28 14 SEA 9-28 15 MIN 5-32 NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. James skoraði 25 af þessum stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingu og var þetta í fjórða skiptið á ferlinum sem hann skorar 50 stig eða meira. "Það er gaman að ná svona áfanga þegar við vinnum. Hvert einasta stig sem ég skoraði í kvöld skipti máli. Við höfum tapað þegar ég skora 50 stig og þá fannst mér mun minna til þess komið," sagði James eftir leikinn. Hann hirti auk þessa 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 30 stig og 9 fráköst, Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Juan Carlos Navarro skoraði 26 stig af bekknum. Atlanta vann góðan heimasigur á Denver 104-93 þar sem Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir heimamenn en Carmelo Anthony setti 36 stig fyrir gestina. Orlando vann auðveldan sigur á Chicago 102-88. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Orlando en Joe Smith var stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Detroit skellti Toronto heima 103-89 þar sem Rip Hamilton skoraði 39 stig fyrir Detroit og hitti mjög vel úr skotum sínum (16-22). Chris Bosh var atkvæðamestur hjá gestunum með 16 stig og 11 fráköst. Washington tapaði 105-93 í New York eftir að hafa lagt Boston að velli tvisvar á einni viku. Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Caron Butler setti 24 stig fyrir Washington. Þetta var annar sigur New York í röð og slíkt hefur verið sjaldgæft hjá liðinu í vetur enda aðeins 11 sigrar komnir í hús. Golden State lagði Minnesota á útivelli 105-98 þar sem Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Antoine Walker skoraði 26 stig fyrir heimamenn sem hafa aðeins unnið 5 leiki í allan vetur. Óvænt tap hjá PhoenixSam Cassell fór fyrir Clippers liðinu í sigrinum á PhoenixNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia vann óvæntan útisigur á Houston 105-98 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu. Liðið var á tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik en tók mikla rispu í lokin og tryggði sér fyrsta sigurinn á útivelli í sex tilraunum. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en Yao Ming var með 25 stig og 8 fráköst hjá heimamönnum.Þá tapaði Phoenix óvænt fyrir LA Clippers á útivelli 97-90. Clippers liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð en það var gamla brýnið Sam Cassell sem tryggði liðinu sigur með 32 stigum og hitti hann úr 15 af 21 skoti sínu í leiknum, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Corey Maggette skoraði 21 stig og Chris Kaman hirti 18 fráköst.Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Raja Bell skoraði 15 stig, Steve Nash var með 14 stig og 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði einnig 14 stig og hirti 17 fráköst.Staðan í NBA:Austurdeild:1 BOS 30-6 2 DET 29-10 3 ORL 24-16 4 WAS 20-17 5 CLE 20-18 6 TOR 20-18 7 ATL 17-17 8 NJN 18-19 9 IND 17-22 10 MIL 15-23 11 CHI 14-22 12 PHI 15-24 13 CHA 14-23 14 NYK 11-26 15 MIA 8-28Vesturdeild:1 LAL 26-11 2 SAS 25-11 3 DAL 26-12 4 PHO 26-12 5 NOR 25-12 6 POR 23-14 7 DEN 22-15 8 GSW 23-16 9 UTH 22-17 10 HOU 20-19 11 SAC 15-21 12 LAC 11-23 13 MEM 10-28 14 SEA 9-28 15 MIN 5-32
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira