Hálfleikur - þó það 15. janúar 2008 13:44 Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun