Það er mikið vetrarríki í Kína. Í borginni Harbin í Norðausturhluta landsins nota listamenn ísinn til þess að búa til undraveröld sem er mikið sótt af ferðamönnum ár hvert.
Ímyndunaraflið virðist ekki eiga sér nein takmörk. Og ekki dugnaðurinn heldur. Það þarf ófá högg með meitlinum til þess að búa til svona hallir. Sem minna frekar á Disneyworld en Norðaustur-Kína.