NBA í nótt: Tæpt hjá toppliðunum 5. janúar 2008 13:23 Boston vann nauman sigur á Memphis á heimavelli NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Toppliðin í deildinni unnu nauma sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Atlanta steinlá fyrir Indiana á útivelli 113-91 og þar sem Indiana vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum. Danny Granger skoraði 32 stig fyrir Indiana en Josh Childress skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Atlanta. Houston vann góðan útisigur á Orlando 96-94 þar sem mjög umdeildur dómur réði úrslitum í blálokin. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston en Jameer Nelson skoraði 20 stig af bekknum fyrir Orlando. Heimamenn héldu að þeir hefðu tryggt sér framlengingu um leið og lokaflautið gall þegar boltanum var blakað ofan í körfuna, en dómarar ákváðu að leiktíminn hefði verið liðinn eftir löng fundarhöld. Detroit vann 11. leikinn í röð með öruggum útisigri á Toronto 101-85 þar sem Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir gestina en Andrea Bargnani var með 25 stig hjá Toronto. Boston átti í fullu fangi með Memphis en hafði sigur 100-96. Paul Pierce og Kevin Garnett skoruðu 23 stig hvor fyrir Boston en Ray Allen var ískaldur og klikkaði á öllum 9 skotum sínum í leiknum. Tony Allen bætti hinsvegar fyrir það og skoraði 20 stig af bekknum. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 21 stig og Juan Carlos Navarro skoraði 20 stig af bekknum. Cleveland vann nauman sigur á meiðslum hrjáðu liði Sacramento á heimavelli. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir heimamenn en John Salmons skoraði 22 stig fyrir gestina. Það var hinsvegar Daniel Gibson sem tryggði Cleveland sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. New Jersey lagði Charlotte 102-96 þar sem Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 28 og Jason Kidd var með enn eina þrennuna - 11 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace 25 stig. Denver lagði Minnesota á útivelli 118-107 þar sem Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony 26, en Rashad McCants skoraði 34 stig af bekknum hjá Minnesota og Al Jefferson skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst. Washington burstaði Milwaukee á útivelli 101-77. Antawn Jamison skoraði 24 stig fyrir Washington en Charlie Villanueva var með 20 stig hjá heimamönnum. Chris Paul og félagar hjá New Orleans hafa byrjað mjög vel í veturNordicPhotos/GettyImages San Antonio vann nauman sigur á New York á heimavelli 97-93 þar sem New York lék án Zach Randolph sem tók út eins leiks bann fyrir að kasta ennisbandi sínu í dómara. Bruce Bowen var stigahæstur í liði heimamanna með 15 stig en Eddy Curry skoraði 25 stig fyrir gestina frá New York sem hafa aðeins unnið einn útileik í allan vetur. Dallas var sömuleiðis í stökustu vandræðum með mjög undirmannað lið Miami en hafði 94-89 sigur, sem þó var tæpari en lokatölur segja til um. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas en Ricky Davis og Mark Blount skoruðu 17 hvor fyrir Miami. Shaquille O´Neal, Alonzo Mourining, Dwyane Wade, Jason Williams og Dorell Wright voru allir meiddir hjá Miami og tóku ekki þátt í leiknum. New Orleans vann góðan útisigur á Golden State 116-104. Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá New Orleans, Peja Stojakovic skoraði líka 24 stig og setti 6 þrista og Tyson Chandler skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst. Baron Davis skoraði 26 stig fyrir Golden State og Al Harrington skoraði 24 stig.Loks vann LA Lakers stórsigur á Philadelphia á heimavelli 124-93 þar sem úrslit leiksins voru að heita má ráðin í fyrri hálfleik. Javaris Crittenton var stigahæstur hjá Lakers með 19 stig, Derek Fisher skoraði 17 stig og Andrew Bynum var með 17 stig og 16 fráköst. Louis Williams var stigahæstur hjá Philadelphia með 17 stig. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Toppliðin í deildinni unnu nauma sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Atlanta steinlá fyrir Indiana á útivelli 113-91 og þar sem Indiana vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum. Danny Granger skoraði 32 stig fyrir Indiana en Josh Childress skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Atlanta. Houston vann góðan útisigur á Orlando 96-94 þar sem mjög umdeildur dómur réði úrslitum í blálokin. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston en Jameer Nelson skoraði 20 stig af bekknum fyrir Orlando. Heimamenn héldu að þeir hefðu tryggt sér framlengingu um leið og lokaflautið gall þegar boltanum var blakað ofan í körfuna, en dómarar ákváðu að leiktíminn hefði verið liðinn eftir löng fundarhöld. Detroit vann 11. leikinn í röð með öruggum útisigri á Toronto 101-85 þar sem Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir gestina en Andrea Bargnani var með 25 stig hjá Toronto. Boston átti í fullu fangi með Memphis en hafði sigur 100-96. Paul Pierce og Kevin Garnett skoruðu 23 stig hvor fyrir Boston en Ray Allen var ískaldur og klikkaði á öllum 9 skotum sínum í leiknum. Tony Allen bætti hinsvegar fyrir það og skoraði 20 stig af bekknum. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 21 stig og Juan Carlos Navarro skoraði 20 stig af bekknum. Cleveland vann nauman sigur á meiðslum hrjáðu liði Sacramento á heimavelli. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir heimamenn en John Salmons skoraði 22 stig fyrir gestina. Það var hinsvegar Daniel Gibson sem tryggði Cleveland sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. New Jersey lagði Charlotte 102-96 þar sem Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 28 og Jason Kidd var með enn eina þrennuna - 11 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace 25 stig. Denver lagði Minnesota á útivelli 118-107 þar sem Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony 26, en Rashad McCants skoraði 34 stig af bekknum hjá Minnesota og Al Jefferson skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst. Washington burstaði Milwaukee á útivelli 101-77. Antawn Jamison skoraði 24 stig fyrir Washington en Charlie Villanueva var með 20 stig hjá heimamönnum. Chris Paul og félagar hjá New Orleans hafa byrjað mjög vel í veturNordicPhotos/GettyImages San Antonio vann nauman sigur á New York á heimavelli 97-93 þar sem New York lék án Zach Randolph sem tók út eins leiks bann fyrir að kasta ennisbandi sínu í dómara. Bruce Bowen var stigahæstur í liði heimamanna með 15 stig en Eddy Curry skoraði 25 stig fyrir gestina frá New York sem hafa aðeins unnið einn útileik í allan vetur. Dallas var sömuleiðis í stökustu vandræðum með mjög undirmannað lið Miami en hafði 94-89 sigur, sem þó var tæpari en lokatölur segja til um. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas en Ricky Davis og Mark Blount skoruðu 17 hvor fyrir Miami. Shaquille O´Neal, Alonzo Mourining, Dwyane Wade, Jason Williams og Dorell Wright voru allir meiddir hjá Miami og tóku ekki þátt í leiknum. New Orleans vann góðan útisigur á Golden State 116-104. Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá New Orleans, Peja Stojakovic skoraði líka 24 stig og setti 6 þrista og Tyson Chandler skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst. Baron Davis skoraði 26 stig fyrir Golden State og Al Harrington skoraði 24 stig.Loks vann LA Lakers stórsigur á Philadelphia á heimavelli 124-93 þar sem úrslit leiksins voru að heita má ráðin í fyrri hálfleik. Javaris Crittenton var stigahæstur hjá Lakers með 19 stig, Derek Fisher skoraði 17 stig og Andrew Bynum var með 17 stig og 16 fráköst. Louis Williams var stigahæstur hjá Philadelphia með 17 stig.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira