Passið ykkur útlendingar Óli Tynes skrifar 3. janúar 2008 16:14 Roland Koch. Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum. Roland Koch er forsætisráðherra í Hesse sem er með auðugri héruðum landsins. Hann reitti innflytjendur til reiði fyrr í þessari vikuna þegar hann sakaði útlendinga um að eiga sök á aukinni afbrotatíðni unglinga. Koch dregur þó ekkert í landi í grein sem hann skrifar í blaðið Bild, í dag. Þar segir hann meðal annars; "Á svæðum þar sem er mikill fjöldi innflytjenda verða að vera skýrar reglur og auðvitað afleiðingar ef þeim er ekki fylgt. Þýska verður að vera tungumálið í daglegu lífi og það verður að vera ljóst að það er ekki í samræmi við okkar siði að drepa dýr í eldhúsinu. Né heldur undarlegar hugmyndir um hvernig á að losa sig við rusl." Aðspurður hvað hann meinti um ruslið, sagði aðstoðarmaður Kochs; "Það er fólk sem losar sig við rusl á annan hátt en við hin. Þeir sem lesa grein hans vita hvað hann á við. Ruslinu er bara hent hvar sem er." Mikil umræða hefur verið um innflytjendur í Þýskalandi frá því um hátíðarnar eftir að sást í öryggismyndavélum hvar tveir unglingar, annar grískur en hinn tyrkneskur misþyrmdu þýskum eftirlaunaþega á brautarpalli. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt þær myndir aftur og aftur. Það búa um 15 milljónir innflytjenda í Þýskalandi. Þar af eru 3.2 milljónir múslima sem flestir eru upprunnir í Tyrklandi. Opinberar tölur sýna að hlutdeild útlendinga í afbrotum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Hún var 34 prósent árið 1993 en 22 prósent árið 2006. Þetta á við heildina. Engar sérstakar tölur eru til sem sýna sérstaklega afbrot unglinga af erlendum uppruna. Engu að síður birti Bild uppsláttarfrétt við hliðina á grein Kochs með fyrirsögninni; "Ungir útlendingar ofbeldisfyllri en þýskir." Fréttin byggði á rannsókn afbrotafræðings í Hanover. Erlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum. Roland Koch er forsætisráðherra í Hesse sem er með auðugri héruðum landsins. Hann reitti innflytjendur til reiði fyrr í þessari vikuna þegar hann sakaði útlendinga um að eiga sök á aukinni afbrotatíðni unglinga. Koch dregur þó ekkert í landi í grein sem hann skrifar í blaðið Bild, í dag. Þar segir hann meðal annars; "Á svæðum þar sem er mikill fjöldi innflytjenda verða að vera skýrar reglur og auðvitað afleiðingar ef þeim er ekki fylgt. Þýska verður að vera tungumálið í daglegu lífi og það verður að vera ljóst að það er ekki í samræmi við okkar siði að drepa dýr í eldhúsinu. Né heldur undarlegar hugmyndir um hvernig á að losa sig við rusl." Aðspurður hvað hann meinti um ruslið, sagði aðstoðarmaður Kochs; "Það er fólk sem losar sig við rusl á annan hátt en við hin. Þeir sem lesa grein hans vita hvað hann á við. Ruslinu er bara hent hvar sem er." Mikil umræða hefur verið um innflytjendur í Þýskalandi frá því um hátíðarnar eftir að sást í öryggismyndavélum hvar tveir unglingar, annar grískur en hinn tyrkneskur misþyrmdu þýskum eftirlaunaþega á brautarpalli. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt þær myndir aftur og aftur. Það búa um 15 milljónir innflytjenda í Þýskalandi. Þar af eru 3.2 milljónir múslima sem flestir eru upprunnir í Tyrklandi. Opinberar tölur sýna að hlutdeild útlendinga í afbrotum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Hún var 34 prósent árið 1993 en 22 prósent árið 2006. Þetta á við heildina. Engar sérstakar tölur eru til sem sýna sérstaklega afbrot unglinga af erlendum uppruna. Engu að síður birti Bild uppsláttarfrétt við hliðina á grein Kochs með fyrirsögninni; "Ungir útlendingar ofbeldisfyllri en þýskir." Fréttin byggði á rannsókn afbrotafræðings í Hanover.
Erlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira