Tyrkir eru með mestu reykingaþjóðum í heimi og þeim líst því illa á frumvarp til laga um að banna reykingar á opinberum stöðum.
Nærri tveir þriðju karlmanna reykja. Það er tvöfalt hærra hlutfall en í Vestur-Evrópu. Þá vekur það ekki síður athygli að 11 prósent barna á aldrinum frá 7-11 ára reykja.
Lögin eiga að taka gildi í september á þessu ári. En það verður ekki auðvelt að framfylgja þeim.
"Við erum þjóðfélag sem getur sett allskonar lög," segir í leiðara tyrknesks dagblaðs. "Við getum sett lög um skatta, umferð og pyntingar. En það framfylgir þeim enginn."