Detroit valtaði yfir Milwaukee 1. janúar 2008 05:23 Rip Hamilton og Chauncey Billups höfðu það náðugt undir lokin í stórsigri Detroit á Milwaukee NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah. Detroit vann í nótt 9. sigur sinn í röð í deildinni og þann 17. í síðustu 19 leikjum þegar það valtaði yfir Milwaukee 114-69. Þetta var þriðja versta tap í sögu Milwaukee og stærsti sigur Detroit síðan liðið malaði Boston með 52 stiga mun árið 2003. Richard Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en varamannabekkur liðsins er mun sterkari nú en hann hefur verið undanfarin ár. Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Portland hafði unnið 13 leiki í röð en varð að sætta sig við 111-101 tap í Utah í nótt. LaMarcus Aldridge átti sinn besta leik á ferlinum hjá Portland og skoraði 36 stig, en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tveir af 13 sigurleikjum Portland í rispunni góðu höfðu komið gegn Utah og liðin mætast fjórða og síðasta sinni um helgina. Orlando lagði Chicago 122-120 í æsilegum og framlengdum leik þar sem Hedo Turkoglu skoraði sigurkörfu Orlando í blálokin. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 22 fráköst, en Ben Gordon var atkvæðamestur í liði Chicago með 39 stig. Charlotte lagði Indiana í framlengdum leik 107-103 þar sem Gerald Wallace skoraði 36 stig fyrir Charlotte en Jermaine O´Neal skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana. Golden State vann góðan útisigur á Houston 112-95 þar sem góður endasprettur tryggði gestunum sigur. Golden State vann fjórða leikhlutann 37-15 og vann sigur þó þjálfaranum Don Nelson hefði verið vísað úr húsi. Baron Davis skoraði 23 stig fyrir Golden State og Monta Ellis 20, en Rafer Alston skoraði 22 fyrir Houston. Toronto vann góðan útisigur á New Orleans 97-92. David West skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir gestina. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með 91-82 sigri á slöku liði Minnesota. Cuttino Mobley skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst, en Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota og Ryan Gomes skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Loks vann Philadelphia góðan útisigur á Seattle 98-90 þar sem Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Earl Watson skoraði 18 stig fyrir heimamenn, sem voru án nýliðans Kevin Durant og framherjans Chris Wilcox í leiknum. Þeir eru tveir stigahæstu leikmenn liðsins og misstu báðir af leik kvöldsins með smávægileg meiðsli. NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah. Detroit vann í nótt 9. sigur sinn í röð í deildinni og þann 17. í síðustu 19 leikjum þegar það valtaði yfir Milwaukee 114-69. Þetta var þriðja versta tap í sögu Milwaukee og stærsti sigur Detroit síðan liðið malaði Boston með 52 stiga mun árið 2003. Richard Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en varamannabekkur liðsins er mun sterkari nú en hann hefur verið undanfarin ár. Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Portland hafði unnið 13 leiki í röð en varð að sætta sig við 111-101 tap í Utah í nótt. LaMarcus Aldridge átti sinn besta leik á ferlinum hjá Portland og skoraði 36 stig, en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tveir af 13 sigurleikjum Portland í rispunni góðu höfðu komið gegn Utah og liðin mætast fjórða og síðasta sinni um helgina. Orlando lagði Chicago 122-120 í æsilegum og framlengdum leik þar sem Hedo Turkoglu skoraði sigurkörfu Orlando í blálokin. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 22 fráköst, en Ben Gordon var atkvæðamestur í liði Chicago með 39 stig. Charlotte lagði Indiana í framlengdum leik 107-103 þar sem Gerald Wallace skoraði 36 stig fyrir Charlotte en Jermaine O´Neal skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana. Golden State vann góðan útisigur á Houston 112-95 þar sem góður endasprettur tryggði gestunum sigur. Golden State vann fjórða leikhlutann 37-15 og vann sigur þó þjálfaranum Don Nelson hefði verið vísað úr húsi. Baron Davis skoraði 23 stig fyrir Golden State og Monta Ellis 20, en Rafer Alston skoraði 22 fyrir Houston. Toronto vann góðan útisigur á New Orleans 97-92. David West skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir gestina. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með 91-82 sigri á slöku liði Minnesota. Cuttino Mobley skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst, en Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota og Ryan Gomes skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Loks vann Philadelphia góðan útisigur á Seattle 98-90 þar sem Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Earl Watson skoraði 18 stig fyrir heimamenn, sem voru án nýliðans Kevin Durant og framherjans Chris Wilcox í leiknum. Þeir eru tveir stigahæstu leikmenn liðsins og misstu báðir af leik kvöldsins með smávægileg meiðsli.
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira