Raikkönen skikkaður til að styðja Massa 30. september 2008 19:21 Kimi Raikkönen verður að styðja við bakið á Felipe Massa í þeim mótum sem eftir eru, eftir frekar slakt gengi síðan í apríl. mynd: Getty Images Ferrari liðið hefur tekið þá ákvörðun að núverandi heimsmeistari skuli styðja Felipe Massa í síðustu þremur Formúlu 1 mótum ársins. Raikkönen keyrði á vegg um helgina og möguleikar hans á titli eru hverfandi. Raikkönen hefur ekki unnið mót síðan í apríl og er 27 stigum á eftir Lewis Hamilton sem er efstur að stigum. Massa er sjö stigum á eftir Hamilton, en 30 stig er enn í pottinum fyrir þau þrjú mót sem eftir eru. Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé engin spurning lengur um að Raikkönen verði að styðja Massa. ,,Við stefnum á fyrsta og annað sætið í þeim mótum sem eftir eru. Ferrari er sem ein liðsheild og þó okkur hafi mistekist um helgina, þá stöndum við saman, allir sem einn", sagði Montezemolo. Þjónustumaður Ferrari gerði sig sekan um alvarleg mistök í mótinu, þegar han sendi Massa af stað með bensínslöguna áfasta á bílinn. Það eyðilagði möguleika hans á sigri. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og hann segist stefna á örugg stig í mótunum sem eftir eru. Martin Whitmarsh segir engar líkur á því að McLaren geri sömu mistök í fyrra. Þá tapaði Hamilton titilinum í síðasta mótinu, en var tveimur mótum áður með 17 stiga forskot. ,,Við ókum af of miklu kappi í fyrra og allt fór handaskolum. En núna munum við beita meiri skynsemi og það sama á við Hamilton. Við þurfum ekki að vinna til að ná titilinum, þó það sé stefna okkar í öllum mótum ársins. Núna verðum við að spila á stöðuna í stigamótinu", sagði Whitmarsh. McLaren náði um helgina eins stig forskoti í stigamóti bílasmiða. Tók efsta sætið af Ferrari. Sjá stigagjöfina. Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari liðið hefur tekið þá ákvörðun að núverandi heimsmeistari skuli styðja Felipe Massa í síðustu þremur Formúlu 1 mótum ársins. Raikkönen keyrði á vegg um helgina og möguleikar hans á titli eru hverfandi. Raikkönen hefur ekki unnið mót síðan í apríl og er 27 stigum á eftir Lewis Hamilton sem er efstur að stigum. Massa er sjö stigum á eftir Hamilton, en 30 stig er enn í pottinum fyrir þau þrjú mót sem eftir eru. Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé engin spurning lengur um að Raikkönen verði að styðja Massa. ,,Við stefnum á fyrsta og annað sætið í þeim mótum sem eftir eru. Ferrari er sem ein liðsheild og þó okkur hafi mistekist um helgina, þá stöndum við saman, allir sem einn", sagði Montezemolo. Þjónustumaður Ferrari gerði sig sekan um alvarleg mistök í mótinu, þegar han sendi Massa af stað með bensínslöguna áfasta á bílinn. Það eyðilagði möguleika hans á sigri. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og hann segist stefna á örugg stig í mótunum sem eftir eru. Martin Whitmarsh segir engar líkur á því að McLaren geri sömu mistök í fyrra. Þá tapaði Hamilton titilinum í síðasta mótinu, en var tveimur mótum áður með 17 stiga forskot. ,,Við ókum af of miklu kappi í fyrra og allt fór handaskolum. En núna munum við beita meiri skynsemi og það sama á við Hamilton. Við þurfum ekki að vinna til að ná titilinum, þó það sé stefna okkar í öllum mótum ársins. Núna verðum við að spila á stöðuna í stigamótinu", sagði Whitmarsh. McLaren náði um helgina eins stig forskoti í stigamóti bílasmiða. Tók efsta sætið af Ferrari. Sjá stigagjöfina.
Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira