Raikkönen skikkaður til að styðja Massa 30. september 2008 19:21 Kimi Raikkönen verður að styðja við bakið á Felipe Massa í þeim mótum sem eftir eru, eftir frekar slakt gengi síðan í apríl. mynd: Getty Images Ferrari liðið hefur tekið þá ákvörðun að núverandi heimsmeistari skuli styðja Felipe Massa í síðustu þremur Formúlu 1 mótum ársins. Raikkönen keyrði á vegg um helgina og möguleikar hans á titli eru hverfandi. Raikkönen hefur ekki unnið mót síðan í apríl og er 27 stigum á eftir Lewis Hamilton sem er efstur að stigum. Massa er sjö stigum á eftir Hamilton, en 30 stig er enn í pottinum fyrir þau þrjú mót sem eftir eru. Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé engin spurning lengur um að Raikkönen verði að styðja Massa. ,,Við stefnum á fyrsta og annað sætið í þeim mótum sem eftir eru. Ferrari er sem ein liðsheild og þó okkur hafi mistekist um helgina, þá stöndum við saman, allir sem einn", sagði Montezemolo. Þjónustumaður Ferrari gerði sig sekan um alvarleg mistök í mótinu, þegar han sendi Massa af stað með bensínslöguna áfasta á bílinn. Það eyðilagði möguleika hans á sigri. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og hann segist stefna á örugg stig í mótunum sem eftir eru. Martin Whitmarsh segir engar líkur á því að McLaren geri sömu mistök í fyrra. Þá tapaði Hamilton titilinum í síðasta mótinu, en var tveimur mótum áður með 17 stiga forskot. ,,Við ókum af of miklu kappi í fyrra og allt fór handaskolum. En núna munum við beita meiri skynsemi og það sama á við Hamilton. Við þurfum ekki að vinna til að ná titilinum, þó það sé stefna okkar í öllum mótum ársins. Núna verðum við að spila á stöðuna í stigamótinu", sagði Whitmarsh. McLaren náði um helgina eins stig forskoti í stigamóti bílasmiða. Tók efsta sætið af Ferrari. Sjá stigagjöfina. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ferrari liðið hefur tekið þá ákvörðun að núverandi heimsmeistari skuli styðja Felipe Massa í síðustu þremur Formúlu 1 mótum ársins. Raikkönen keyrði á vegg um helgina og möguleikar hans á titli eru hverfandi. Raikkönen hefur ekki unnið mót síðan í apríl og er 27 stigum á eftir Lewis Hamilton sem er efstur að stigum. Massa er sjö stigum á eftir Hamilton, en 30 stig er enn í pottinum fyrir þau þrjú mót sem eftir eru. Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé engin spurning lengur um að Raikkönen verði að styðja Massa. ,,Við stefnum á fyrsta og annað sætið í þeim mótum sem eftir eru. Ferrari er sem ein liðsheild og þó okkur hafi mistekist um helgina, þá stöndum við saman, allir sem einn", sagði Montezemolo. Þjónustumaður Ferrari gerði sig sekan um alvarleg mistök í mótinu, þegar han sendi Massa af stað með bensínslöguna áfasta á bílinn. Það eyðilagði möguleika hans á sigri. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og hann segist stefna á örugg stig í mótunum sem eftir eru. Martin Whitmarsh segir engar líkur á því að McLaren geri sömu mistök í fyrra. Þá tapaði Hamilton titilinum í síðasta mótinu, en var tveimur mótum áður með 17 stiga forskot. ,,Við ókum af of miklu kappi í fyrra og allt fór handaskolum. En núna munum við beita meiri skynsemi og það sama á við Hamilton. Við þurfum ekki að vinna til að ná titilinum, þó það sé stefna okkar í öllum mótum ársins. Núna verðum við að spila á stöðuna í stigamótinu", sagði Whitmarsh. McLaren náði um helgina eins stig forskoti í stigamóti bílasmiða. Tók efsta sætið af Ferrari. Sjá stigagjöfina.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira