Áfall fyrir Kanada að missa Formúlu 1 mótið 8. október 2008 15:40 Ekki verður keppt á götum Monreal á næsta ári og borgin verður af miklum ferðamannatekjum af þeim sökum. Mynd: Getty Images FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart. "Þetta er búið og gert. FIA kaus um málið og þetta er niðurstaðan. Þessi ákvörðu kom nokkuð á óvart. Formúla 1 er að færast á leiksvið sem hentar lengur og brautarstæðin eru að verða glæsilegri og viðameiri en við höfum upp á að bjóða. Þetta er gert á viðskiptalegum forsendum", sagði Roger Peart forsvarsmaður kanadíska bílasambandsins. Montreal verður af miklum ferðamannatekjum vegna ákvörðunar FIA og ekki er búist við því að henni verði breytt. Mótshaldið hefur verið vinsælt meðal keppenda og áhorfenda og hátt í 200.000 manns hafa fyllt hvern krók og kíma á áhorfendasvæðum meðfram götubrautinni í Montreal. Það er því nokkuð ljóst að ekkert Formúlu 1 mót verður vestan hafs á næsta ári, sem rýrir óneitanlega gildi mótins sem alheims mótaraðar. Mótshald hefur verið að færast til Persaflóa og Asíu síðustu ár og íþróttinn hefur aldrei náð almennilegu flugi í Bandaríkjunum. Þó hefur verið rætt um mótshald í New York eða Las Vegas, en það hefur ekki náð lengra. Á meðan er verið að byggja nýja vettvang í Abu Dhabi fyrir næsta ár og í Nýju Dehli í Indlandi fyrir árið 2010. Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart. "Þetta er búið og gert. FIA kaus um málið og þetta er niðurstaðan. Þessi ákvörðu kom nokkuð á óvart. Formúla 1 er að færast á leiksvið sem hentar lengur og brautarstæðin eru að verða glæsilegri og viðameiri en við höfum upp á að bjóða. Þetta er gert á viðskiptalegum forsendum", sagði Roger Peart forsvarsmaður kanadíska bílasambandsins. Montreal verður af miklum ferðamannatekjum vegna ákvörðunar FIA og ekki er búist við því að henni verði breytt. Mótshaldið hefur verið vinsælt meðal keppenda og áhorfenda og hátt í 200.000 manns hafa fyllt hvern krók og kíma á áhorfendasvæðum meðfram götubrautinni í Montreal. Það er því nokkuð ljóst að ekkert Formúlu 1 mót verður vestan hafs á næsta ári, sem rýrir óneitanlega gildi mótins sem alheims mótaraðar. Mótshald hefur verið að færast til Persaflóa og Asíu síðustu ár og íþróttinn hefur aldrei náð almennilegu flugi í Bandaríkjunum. Þó hefur verið rætt um mótshald í New York eða Las Vegas, en það hefur ekki náð lengra. Á meðan er verið að byggja nýja vettvang í Abu Dhabi fyrir næsta ár og í Nýju Dehli í Indlandi fyrir árið 2010.
Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira