Skerðing launa ökumanna möguleg 17. desember 2008 13:26 Stefano Domenicali gefur í skyn að lækka þurfi laun ökumanna, en Kimi Raikkönen er launahæsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari telur að laun allra Formúlu 1 ökumanna gætu lækkað fyrir næsta keppnistímabil. Ferrari er með launahæsta ökumanninn, Finnan Kimi Raikkönen. Talið er að hann sé með um 40 miljónir dala í árslaun hjá Ferrari. Laun Raikkönen er liðlega 10% af rekstrarkostnaði Ferrari og talið er að Felipe Massa sé með um 10 miljónir dala á ári. Fyrir utan bónus greiðslur. "Ég held að á næstu mánuðum verði einskonar bylting í launamálum ökumanna. Það er öll lið að leita leiða til að minnka rekstrarkostnað til að þola efnahagskreppuna. Ég hef trú á að öll lið muni ræða við ökumenn sína", sagði Domenicali í samtali vð tímaritið Autosprint. Aðspurður um hvort hann hygðist breyta samningi við Raikkönen sem var endurnýjaður á þessu ári sagði Domenicali. "Það er hægt að breyta öllu ef vilji er fyrir hendi. Við vitum hvað samningurinn hljóðar upp á og ég er viss um að öll lið muni ræða við ökumenn sína fyrir næsta keppnistímabil" sagði Domenicali. Í sumum tilfellum eru ökumenn að koma með auglýsendur með sér til liða, þannig að lækkun á launum hjá þeim er ólíkleg. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari telur að laun allra Formúlu 1 ökumanna gætu lækkað fyrir næsta keppnistímabil. Ferrari er með launahæsta ökumanninn, Finnan Kimi Raikkönen. Talið er að hann sé með um 40 miljónir dala í árslaun hjá Ferrari. Laun Raikkönen er liðlega 10% af rekstrarkostnaði Ferrari og talið er að Felipe Massa sé með um 10 miljónir dala á ári. Fyrir utan bónus greiðslur. "Ég held að á næstu mánuðum verði einskonar bylting í launamálum ökumanna. Það er öll lið að leita leiða til að minnka rekstrarkostnað til að þola efnahagskreppuna. Ég hef trú á að öll lið muni ræða við ökumenn sína", sagði Domenicali í samtali vð tímaritið Autosprint. Aðspurður um hvort hann hygðist breyta samningi við Raikkönen sem var endurnýjaður á þessu ári sagði Domenicali. "Það er hægt að breyta öllu ef vilji er fyrir hendi. Við vitum hvað samningurinn hljóðar upp á og ég er viss um að öll lið muni ræða við ökumenn sína fyrir næsta keppnistímabil" sagði Domenicali. Í sumum tilfellum eru ökumenn að koma með auglýsendur með sér til liða, þannig að lækkun á launum hjá þeim er ólíkleg.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira