Handbolti

Snorri Steinn: Verðum að nýta færin

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson náði sér ekki á strik í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson náði sér ekki á strik í dag. Mynd/Vilhelm
„Við fengum frábært færi undir lokin en það atvik endurspeglaði kannski leikinn í heild sinni. Ég veit ekki hvað við klúðruðum mörgum dauðafærum í þessum leik," sagði Snorri Steinn Guðjónsson hundsvekktur eftir tapið grátlega gegn Kóreu í morgun.

„Vörnin var frábær og Bjöggi magnaður í markinu. Með svona vörn og markvörslu eigum við að vinna leikinn. Við lentum í smá vandræðum með þeirra vörn en spilum okkur samt í færi sem við verðum að nýta. Það gengur ekki að klúðra svona mörgum færum. Hefðum við nýtt helminginn af dauðafærunum hefðum við unnið sannfærandi sigur en svona er þetta."






Tengdar fréttir

Ólafur: Erfitt að kyngja þessu tapi

„Allur leikurinn var eitt tækifæri. Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að klikka mikið í sókninni. Það gekk ágætlega að opna vörnina en skotin fóru ekki inn,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson sem fann sig vel í upphafi leiks í gær en síðan fjaraði undan hans leik. Hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og það rétt fyrir leikslok.

Grátlegt tap fyrir Suður-Kóreu

Eins og óttast var átti íslenska liðið í vandræðum með lið Suður-Kóreu eins og önnur lið á Ólympíuleikunum í Peking. S-Kórea vann, 22-21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×