Forseti Ferrari stútaði sjónvarpinu 10. nóvember 2008 12:19 Luca Montezemolo reiddist þegar Ferrari tapaði titlinum í dramatískri keppni í Brasilíu. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo forseti Ferrari stútaði sjónvarpinu í stofunni þegar ljóst varð að Felipe Massa varð ekki meistari í Brasilíu á dögunum. Hann taldi eins og flestir að Massa hefði orðið meistari í dramatískum endasprett. Lewis Hamilton tryggði sér titilinn á loka beygjukaflanum eftir að Felipe Massa hafði komið í mark sem sigurvegari og líklegur heimsmeistari. "Ég braut sjónvarpið og ég get sagt ykkur það að hvellurinn er hár þegar sjónvarp springur! Dóttir mín var í næsta herbergi og dauðbrá. Sem betur fer var annað sjónvarp í húsinu, þannig að ég gat fylgst með verðlaunaafhendingunni", sagði Montezemolo sem fylgdist með keppninni heima hjá sér á Ítalíu."Ég get fullyrt að við höfum aldrei áður séð úrslit í titilslag ráðast á síðustu metrunum í síðasta móti ársins. Massa kom í endamark sem meistari, en varð ekki meistari skömmu síðar. Ég taldið að við værum á góðri leið með að skapa annað kraftaverk eins og þegar Kimi Raikkönen varð meistari í fyrra...", sagði hinn skapheiti ítalski forseti Ferrari. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca Montezemolo forseti Ferrari stútaði sjónvarpinu í stofunni þegar ljóst varð að Felipe Massa varð ekki meistari í Brasilíu á dögunum. Hann taldi eins og flestir að Massa hefði orðið meistari í dramatískum endasprett. Lewis Hamilton tryggði sér titilinn á loka beygjukaflanum eftir að Felipe Massa hafði komið í mark sem sigurvegari og líklegur heimsmeistari. "Ég braut sjónvarpið og ég get sagt ykkur það að hvellurinn er hár þegar sjónvarp springur! Dóttir mín var í næsta herbergi og dauðbrá. Sem betur fer var annað sjónvarp í húsinu, þannig að ég gat fylgst með verðlaunaafhendingunni", sagði Montezemolo sem fylgdist með keppninni heima hjá sér á Ítalíu."Ég get fullyrt að við höfum aldrei áður séð úrslit í titilslag ráðast á síðustu metrunum í síðasta móti ársins. Massa kom í endamark sem meistari, en varð ekki meistari skömmu síðar. Ég taldið að við værum á góðri leið með að skapa annað kraftaverk eins og þegar Kimi Raikkönen varð meistari í fyrra...", sagði hinn skapheiti ítalski forseti Ferrari.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira