Múlinn í kvöld á Rósenberg 30. október 2008 08:00 Haukur Gröndal klarinettuleikari Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21. Sextett Hauks Gröndal er tiltölulega nýr af nálinni og tróð upp á Jazzhátíð Reykjavíkur í lok ágúst við mjög góðar undirtektir. Efnisskrá sveitarinnar er samansett af perlum jazzbókmenntanna með sérstaka skírskotun í hljóm K.K. sextettsins en sú hljómsveit var ein vinsælasta danshljómsveit landsins um árabil. Með Hauki Gröndal sem leikur á saxófón leika Reynir Sigurðsson, en hann er einn af okkar helstu víbrafónleikurum og heldur upp á 50 ára starfsafmæli í ár; Ásgeir Ásgeirsson leikur á gítar, Agnar M. Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Í seinni hlutanum kemur fram Jónsson & More sem er nýstofnað tríó skipað þeim Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni bassaleikara og Scott McLemore trommuleikara. Efnisskrá tríósins er úr smiðju Thelonious Monk og Charlie Mingus sem og frumflutningur á nýju efni Þorgríms Jónssonar. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta jazzgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og Menningarsjóði FÍH. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21. Sextett Hauks Gröndal er tiltölulega nýr af nálinni og tróð upp á Jazzhátíð Reykjavíkur í lok ágúst við mjög góðar undirtektir. Efnisskrá sveitarinnar er samansett af perlum jazzbókmenntanna með sérstaka skírskotun í hljóm K.K. sextettsins en sú hljómsveit var ein vinsælasta danshljómsveit landsins um árabil. Með Hauki Gröndal sem leikur á saxófón leika Reynir Sigurðsson, en hann er einn af okkar helstu víbrafónleikurum og heldur upp á 50 ára starfsafmæli í ár; Ásgeir Ásgeirsson leikur á gítar, Agnar M. Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Í seinni hlutanum kemur fram Jónsson & More sem er nýstofnað tríó skipað þeim Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni bassaleikara og Scott McLemore trommuleikara. Efnisskrá tríósins er úr smiðju Thelonious Monk og Charlie Mingus sem og frumflutningur á nýju efni Þorgríms Jónssonar. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta jazzgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og Menningarsjóði FÍH.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp