Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm: Fjórar stjörnur 9. júlí 2008 06:00 Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP-plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja platan komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetningum lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraeinföldu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega einfaldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamálin. Ég verð líka að hrósa plötuumslaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hiklaust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skólahljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP-plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja platan komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetningum lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraeinföldu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega einfaldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamálin. Ég verð líka að hrósa plötuumslaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hiklaust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skólahljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira