Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,21 prósent í Kauphöllinni í fjórum viðskiptum upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er mesta og önnur hækkun dagsins en á hæla félagsins fylgir Færeyjabanki, sem hefur hækkað um 1,54 prósent.
Úrvalsvísitalan stendur í 635 stigum, sem er 0,09 prósenta hækkun síðan í gær.
Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði það sem af er dags nema 4,4 milljónum króna.