Hamilton fremstur á ráslínu 18. október 2008 07:10 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Fuji brautinni í morgun á McLaren. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Kimi Raikkönen og Felipe Massa komu næstir og Fernando Alonso varð fjórði. Hamilton er því kjörstöðu fyrir kappaksturinn, en Robert Kubica sem á möguleika á titilinum eins og Hamilton og Massa er aðeins ellefti á ráslínu. Kubica var aldrei sáttur við uppsetningu bílsins og hans gæti beðið erfið vinna í keppninni. Mark Webber varð sjötti í tímatökunni á Red Bull, en verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipa um vél á lokaæfingu fyrir tímatökuna. Nick Hedifeld var refsað fyrir að brjóta á David Coulthard í tímatökunni og var færður úr sjöunda sæti í það tíunda eftir keppnina. Torro Rosso náði tveimur bílum í lokaumferð tímatökunnar, Sebastian Vettel varð áttundi og Sebastian Bourdais tíundi. Ef Hamilton nær sex stigum meira úr mótinu í Sjanghæ en Massa, þá verður hann yngsti meistari sögunnar í Formúlu 1, en það met á Alonso. Alonso var 24 ára gamall, en Hamilton er 23 ára. Bein útsending verður frá kappakstrinum í Sjanghæ kl. 06.30 á aðfaranútt sunnudags í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sjá nánar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Kimi Raikkönen og Felipe Massa komu næstir og Fernando Alonso varð fjórði. Hamilton er því kjörstöðu fyrir kappaksturinn, en Robert Kubica sem á möguleika á titilinum eins og Hamilton og Massa er aðeins ellefti á ráslínu. Kubica var aldrei sáttur við uppsetningu bílsins og hans gæti beðið erfið vinna í keppninni. Mark Webber varð sjötti í tímatökunni á Red Bull, en verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipa um vél á lokaæfingu fyrir tímatökuna. Nick Hedifeld var refsað fyrir að brjóta á David Coulthard í tímatökunni og var færður úr sjöunda sæti í það tíunda eftir keppnina. Torro Rosso náði tveimur bílum í lokaumferð tímatökunnar, Sebastian Vettel varð áttundi og Sebastian Bourdais tíundi. Ef Hamilton nær sex stigum meira úr mótinu í Sjanghæ en Massa, þá verður hann yngsti meistari sögunnar í Formúlu 1, en það met á Alonso. Alonso var 24 ára gamall, en Hamilton er 23 ára. Bein útsending verður frá kappakstrinum í Sjanghæ kl. 06.30 á aðfaranútt sunnudags í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sjá nánar
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira