Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum 10. nóvember 2008 21:20 Maður gengur fram hjá kauphöllinni í New York. Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira