Þessi Masai hermaður frá Tanzaníu er meðal þáttakenda í Maraþonhlaupi í Lundúnum á sunnudag. Hann mun örugglega vekja athygli þar sem hann hleypur í hefðbundnum búningi ættbálks síns.
Skórnir hans vöktu sérstaka athygli ljósmyndaranna. Þeir eru búnir til úr gömlu dekki. Nike er víst ekki með útibú í þorpinu hans. En tilgangur hans með því að hlaupa er einmitt að safna peningum fyrir þorpið sitt.