Afmælisbörn hætta við túr 20. nóvember 2008 04:00 Hljómsveitin Brain Police hefur hætt við tónleikaferð sína um Evrópu vegna efnahagskreppunnar. Rokkararnir í Brain Police, sem halda upp á tíu ára afmælið sitt á næstunni, hafa hætt við þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu sem átti að standa yfir í nóvember og desember. Ástæðan er hrap íslensku krónunnar. „Ferðin hækkaði um milljón á tveimur vikum þegar allt fór í steik. Evran er núna rúmlega tvisvar sinnum hærri en hún var þegar við fórum síðast út," segir trommarinn Jónbi. „Það var alls ekkert vit í þessu þannig að við slaufuðum þessu. Í staðinn erum við að vinna að nýrri plötu sem við gefum út á næsta ári." Þótt þetta sé hundfúlt segir Jónbi að um lán í óláni hafi verið að ræða. „Við erum búnir að fara í fimm skipti í röð út með sama efni. Í samvinnu við útgefandann (Small Stone Records) komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegast að gera þetta svona. Í rauninni liggur ekkert á, við erum ekki að missa af neinni lest." Brain Police ætlar að halda upp á tíu ára afmælið 13. desember þegar mikið húllumhæ verður á skemmtistaðnum Amsterdam. Allir þeir sem hafa spilað með hljómsveitinni þennan áratug koma þar fram, þar á meðal söngvarinn fyrrverandi, Vagn Leví Sigurðsson, og gítarleikarinn Búi Bendtsen. - fb Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rokkararnir í Brain Police, sem halda upp á tíu ára afmælið sitt á næstunni, hafa hætt við þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu sem átti að standa yfir í nóvember og desember. Ástæðan er hrap íslensku krónunnar. „Ferðin hækkaði um milljón á tveimur vikum þegar allt fór í steik. Evran er núna rúmlega tvisvar sinnum hærri en hún var þegar við fórum síðast út," segir trommarinn Jónbi. „Það var alls ekkert vit í þessu þannig að við slaufuðum þessu. Í staðinn erum við að vinna að nýrri plötu sem við gefum út á næsta ári." Þótt þetta sé hundfúlt segir Jónbi að um lán í óláni hafi verið að ræða. „Við erum búnir að fara í fimm skipti í röð út með sama efni. Í samvinnu við útgefandann (Small Stone Records) komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegast að gera þetta svona. Í rauninni liggur ekkert á, við erum ekki að missa af neinni lest." Brain Police ætlar að halda upp á tíu ára afmælið 13. desember þegar mikið húllumhæ verður á skemmtistaðnum Amsterdam. Allir þeir sem hafa spilað með hljómsveitinni þennan áratug koma þar fram, þar á meðal söngvarinn fyrrverandi, Vagn Leví Sigurðsson, og gítarleikarinn Búi Bendtsen. - fb
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira